Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. janúar 2023 17:14
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Preston og Spurs: Kane hvíldur á erfiðum útivelli
Mynd: EPA

Tottenham heimsækir Championship lið Preston North End í 32-liða úrslitum enska bikarsins og hefst leikurinn eftir innan við klukkustund.


Byrjunarlið beggja liða hafa verið staðfest og gerir Antonio Conte nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu en mætir þó til leiks með sterkt lið.

Harry Kane byrjar á bekknum ásamt nýja leikmanninum Arnaut Danjuma. Son Heung-min leiðir sóknarlínuna með Ivan Perisic og Dejan Kulusevski til aðstoðar.

Japhet Tanganga, sem hefur verið orðaður við brottför, fær sjaldgæft tækifæri í byrjunarliðinu. Yves Bissouma og Rodrigo Bentancur byrja þá á miðjunni.

Preston: Woodman, Whiteman, Lindsay, Browne, Evans, Brady, McCann, Storey, Hughes, Ledson, Cannon. 
Varamenn: Cornell, Bauer, Diaby, Cunningham, Potts, Fernandez, Johnson, Woodburn, Cross-Adair.

Tottenham: Forster, Tanganga, Sanchez, Lenglet, Doherty, Bissouma, Bentancur, Sessegnon, Kulusevski, Son, Perisic.
Varamenn: Austin, Dier, Davies, Royal, Skipp, Hojbjerg, Bryan, Danjuma, Kane.


Athugasemdir
banner
banner
banner