Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   sun 28. febrúar 2021 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Aubameyang fer á bekkinn
Það hefjast tveir leikir í deild þeirra bestu á Englandi núna klukkan 12:00. Það eru tveir hádegisleikir framundan.

Leicester tekur á móti Arsenal en bæði lið voru að spila í Evrópudeildinni í vikunni. Arsenal komst áfram gegn Benfica á meðan Leicester féll úr leik gegn Slavia Prag.

Timothy Castagne og Ricardo Pereira eru á meðal leikmanna sem koma inn í lið Leicester eftir tapið gegn Slavia Prag. Harvey Barnes og Kelechi Iheanacho byrja einnig. Arsenal gerir sex breytingar frá sigri sínum á Benfica. Pierre-Emerick Aubameyang fær sér sæti á bekknum og Alexandre Lacazette byrjar. Fyrir leikinn er Leicester í þriðja sæti deildarinnar og Arsenal í ellefta sæti.

Þá mætast Crystal Palace og Fulham. Palace er í 13. sæti og Fulham í 18. sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti. Christian Benteke kemur inn í byrjunarlið Palace eftir að hafa skorað sigurmark gegn erkifjöndunum í Brighton í síðustu viku. Öll byrjunarliðin má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Crystal Palace: Guaita, Ward, Kouyate, Cahill, Van Aanholt, Townsend, Milivojevic, Riedewald, Eze, Ayew, Benteke.
(Varamenn: Butland, Dann, Kelly, Mitchell, Hannam, McCarthy, Mateta, Batshuayi)

Byrjunarlið Fulham: Areola, Adarabioyo, Tete, Andersen, Aina, De Cordova-Reid, Loftus-Cheek, Reed, Anguissa, Lookman, Maja.
(Varamenn: Fabri, Ream, Kongolo, Bryan, Robinson, Lemina, Onomah, Cavaleiro, Mitrovic)

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Castagne, Soyuncu, Evans, Thomas, Ndidi, Tielemans, Pereira, Iheanacho, Barnes, Vardy.
(Varamenn: Ward, Albrighton, Amartey, Under, Choudhury, Mendy, Fuchs, Daley-Campbell, Tavares)

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Soares, Mari, Luiz, Tierney, Elneny, Xhaka, Willian, Smith Rowe, Pepe, Lacazette.
(Varamenn: Ryan, Bellerin, Saka, Ceballos, Odegaard, Aubameyang, Holding, Partey, Martinelli)

Allir leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Leikir dagsins:
12:00 Leicester - Arsenal
12:00 Crystal Palace - Fulham
14:00 Tottenham - Burnley
16:30 Chelsea - Man Utd
19:15 Sheffield Utd - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
6 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner
banner