Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mið 28. febrúar 2024 14:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Lyngby býst ekki við að Gylfi komi aftur
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi á æfingu með Lyngby.
Gylfi á æfingu með Lyngby.
Mynd: Lyngby
Magne Hoseth, þjálfari Lyngby, segist ekki búast við því að sjá Gylfa Þór Sigurðsson aftur hjá félaginu.

Gylfi hefur undanfarið verið í endurhæfingu af meiðslum á Spáni. Hann hefur þar verið að æfa undir handleiðslu Friðriks Ellerts Jónssonar, fyrrum sjúkraþjálfara íslenska landsliðsins.

Gylfi er félagslaus en hann rifti samningi sínum við Lyngby á meðan hann væri að ná sér góðum af meiðslunum. Lyngby sagði svo að Gylfi hefði rift samningi sínum til að hjálpa félaginu fjárhagslega og það væri að búast við að fá hann aftur þegar hann nær sér af meiðslunum.

Hoseth, sem tók við Lyngby af Frey Alexanderssyni, býst ekki við að sjá Gylfa aftur í Lyngby.

„Ég einbeiti mér að leikmönnunum sem eru hér í Lyngby. Hann er í endurhæfingu á Spáni og svo sjáum við hvort að hann komi aftur eða ekki," sagði Hoseth við danska fjölmiðla.

„Ég er í sambandi við hann en hann er ekki samningsbundinn okkur. Ég kýs að einbeita mér að þeim 27 leikmönnum sem eru hérna."

„Ég býst ekki við að hann komi aftur en ef það gerist þá væri það óvænt ánægja."

Hinn 34 ára gamli Gylfi hefur spilað sex leiki fyrir Lyngby og skorað tvö mörk. Ísland spilar í umspili um að komast á EM í næsta mánuði en eins og staðan er núna er ólíklegt að Gylfi verði með þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner