Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 28. mars 2019 08:01
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Synir þriggja úr ensku úrvalsdeildinni í íslenska U17 landsliðinu
Ísak Bergmann Jóhannesson er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar.
Ísak Bergmann Jóhannesson er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar.
Mynd: Getty Images
Þrír leikmenn í U17 ára landsliðinu sem tryggði sér sæti í lokakeppni EM eiga feður sem léku í ensku úrvalsdeildinni.

Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður bendir á þetta í pistli í Morgunblaðinu í morgun.

Andri Lucas Guðjohnsen, sem skoraði þrennu í 3-3 jafntefli gegn Þýskalandi, er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen. Andri leikur fyrir unglingalið Real Madrid.

Ísak Bergmann Jóhannesson er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem lék með Aston Villa, Wolves og Burnley. Sjálfur er Ísak, sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigrinum gegn Hvít-Rússum, í herbúðum sænska félagsins Norrköping

Þá er Davíð Snær Jóhannsson sonur Jóhanns Birnis Guðmundssonar sem lék með Watford. Davíð er í Keflavík

„Tveir aðrir eiga feður sem voru atvinnu- og landsliðsmenn í fótbolta, þeir Hákon Arnar Haraldsson (Haralds Ingólfssonar) og fyrirliðinn Oliver Stefánsson (Stefáns Þórs Þórðarsonar)," skrifar Víðir einnig í Morgunblaðinu en í pistlinum kemur hann með enn fleiri íþróttatengingar í ættfræðina.

Sjá einnig:
Fyrirliði U17: Sennilega besta liðsheild í Evrópu
Athugasemdir
banner
banner
banner