Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 28. maí 2022 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Courtois: Ég fæ ekki nægilega mikla virðingu
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thibaut Courtois átti einn sinn besta leik á ferlinum þegar Real Madrid lagði Liverpool að velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

Courtois var hreint út sagt magnaður og var hann langbesti maður vallarins.

„Ég sá mörg tíst þar sem mér var sagt að ég myndi tapa, ég yrði sár og svekktur," sagði Courtois eftir leikinn.

„Ég þurfti sigur fyrir ferilinn, fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt á mig. Mér finnst ég ekki fá nægilega mikla virðingu, sérstaklega ekki á Englandi."

Courtois var áður markvörður Chelsea á Englandi, en segist ekki fá nægilega mikla virðingu þar í landi.

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Við lögðum bestu lið Evrópu," sagði Courtois.
Athugasemdir
banner
banner
banner