Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 28. júní 2022 13:17
Elvar Geir Magnússon
Atletico býr sig undir að kynna Witsel
Allt er orðið frágengið í kaupum Atletico Madrid á belgíska miðjumanninum Axel Witsel.

Witsel er 33 ára reynslubolti sem kemur frá Borussia Dortmund. Samningur hans við Atletico verður til sumarsins 2023 með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Hjá Atletico er honum ætlað að fylla skarð Hector Herrera sem er á leið í bandarísku MLS-deildina.

Witsel á 124 landsleiki fyrir Belgíu en hann hefur verið hjá Dortmund síðutu fjögur ár.
Athugasemdir
banner