fim 28. júlí 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 20. sæti - „Léttleikandi og skemmtilegur leikmaður"
Bournemouth
Dominic Solanke er mikilvægur fyrir Bournemouth. Hann gerði 29 mörk í Championship í fyrra.
Dominic Solanke er mikilvægur fyrir Bournemouth. Hann gerði 29 mörk í Championship í fyrra.
Mynd: Getty Images
Stjóri liðsins, Scott Parker.
Stjóri liðsins, Scott Parker.
Mynd: EPA
Lloyd Kelly er fyrirliði Bournemouth.
Lloyd Kelly er fyrirliði Bournemouth.
Mynd: EPA
Tinna Hemstock heldur með Bournemouth. Hún svaraði spurningum um liðið og tímabilið sem er framundan.
Tinna Hemstock heldur með Bournemouth. Hún svaraði spurningum um liðið og tímabilið sem er framundan.
Mynd: Úr einkasafni
David Brooks er öflugur leikmaður.
David Brooks er öflugur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Það er rúm vika í fyrsta leik.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við ætlum líka að heyra í stuðningsfólki hvers lið og taka púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Við byrjum á Bournemouth sem er spáð 20. sæti með miklum yfirburðum.

Um Bournemouth: Liðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára stopp í Championship. Eddie Howe kom liðinu á sínum tíma upp úr D-deild og í þá efstu. Núna er hann ekki við stjórnvölinn, heldur fyrrum miðjumaðurinn Scott Parker. Það verður áhugavert að sjá hvernig gengur hjá þeim á tímabilinu sem er framundan en það er ekki mikil trú á þeim.

Það hefur svo sannarlega ekki verið mikið að frétta á leikmannamarkaðnum hjá félaginu í sumar. Það er nánast eins og félagið sé bara að undirbúa sig fyrir það að fara beint aftur niður, eins og það hafi ekki áhuga á að taka ákveðnar áhættur með stórum kaupum.

Komnir:
Joe Rothwell frá Blackburn - frítt
Ryan Fredericks frá West Ham - frítt

Farnir:
Robbie Brady til Preston - frítt
Gavin Kilkenny til Stoke - á láni
Gary Cahill fékk ekki nýjan samning

Lykilmenn: Lloyd Kelly, Philip Billing og Dominic Solanke
Einn úr hverri línu, en þeir voru allir valdir í lið ársins í Championship í fyrra. Þeir þurfa allir að eiga mjög, mjög sterkt tímabil ef Bournemouth ætlar að halda sér uppi.




Stemningin á Vitality Stadium greip mig
Tinna Hemstock heldur með Bournemouth og við fengum hana til að svara nokkrum spurningum um liðið og tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Bournemouth af því að... stemningin á Vitality Stadium greip mig.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Síðasta tímabil var vonum framar, sérstaklega eftir brotthvarf Eddie Howe en Scott Parker er greinilega frábær þjálfari og er að elda eitthvað mjög spennandi þarna fyrir sunnan.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig var það? Já ég bjó í Bournemouth í eitt ár og kíkti á einn heimaleik: Bournemouth - Burnley. Þar sem völlurinn er lítill þá er erfitt að ná í miða, en þrátt fyrir smæð vallarins, þá er frábær stemming.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? David Brooks, ekki spurning.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Ryan Christie.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Það er Brooks aftur. Hann er léttleikandi og skemmtilegur leikmaður.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja… Bruno Guimarães úr Newcastle.

Ertu ánægð með knattspyrnustjórann? Já mjög. Hann er líka alltaf vel til hafður á hliðarlínunni.

Í hvaða sæti mun Bournemouth enda á tímabilinu? 10. sæti,




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út. Við munum kynna hin tvö liðin sem eru í fallsætum í þessari spá síðar í dag.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20. Bournemouth, 11 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner