Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 28. nóvember 2020 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: VAR-dramatík í jafntefli Liverpool og Brighton
Þrenn VAR-augnablik gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 1 Liverpool
0-0 Neal Maupay ('20 , Misnotað víti)
0-1 Diogo Jota ('60 )
1-1 Pascal Gross ('93, víti)

Liverpool gerði jafntefli gegn Brighton í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Staðan var markalaus í leikhléi en Neal Maupay brenndi af víti á 20. mínútu og Mo Salah var dæmdur rangstæður eftir skoðun í VAR á 35. mínútu, hárfínt. Salah hafði komið boltanum í net Brighton.

Diogo Jota skoraði á 60. mínútu eftir undirbúning frá Mo Salah á 60. mínútu leiksins. Markið það níunda hjá Jota eftir komu frá Wolves í sumar.

Þrenn meiðsli urðu á leikmönnum í leiknum en Neal Maupay og Adam Lallana gátu ekki klárað leikinn hjá Brighton og James Milner meiddist hjá Liverpool. Þá fór Neco Williams af velli í hálfleik hjá Liverpool. Sadio Mane skoraði fyrir Liverpool á 84. mínútu eftir aukaspyrnu Andy Robertson en aftur var mark dæmt af Liverpool vegna rangstöðu.

Á annarri mínútu uppbótartíma fékk Brighton aðra vítaspyrnu eftir að Andy Robertson braut á Danny Welbeck. Vítið var dæmt eftir skoðun í VAR. Pascal Gross steig á punktinn og skoraði með skoti á mitt markið. Markið tryggði Brighton stigið.

Liverpool er á toppnum með 21 stig eins og staðan er en Tottenham getur náð toppsætinu aftur með stigi eða sigri á Chelsea. Brighton er með tíu stig í 16. sæti.
Athugasemdir
banner
banner