Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 29. janúar 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamótið: Augnablik gekk á lagið í seinni hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Augnablik 4 - 0 Afturelding
1-0 Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('47)
2-0 Björk Bjarmadóttir ('53)
3-0 Björk Bjarmadóttir ('67)
4-0 Hildur Lilja Ágústsdóttir ('85)

Augnablik burstaði Aftureldingu þegar liðin mættust í B-riðli Faxaflóamóts kvenna í gær. Leikurinn var á Kópavogsvelli.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleiknum gegn Augnablik á lagið og skoraði fjögur mörk.

Fyrsta markið kom á 47. mínútu og var það Írena Héðinsdóttir Gonzalez sem skoraði. Björk Bjarmadóttir gerði svo tvö mörk áður en Hildur Lilja Ágústsdóttir rak síðasta smíðshöggið.

Lokatölur 4-0 fyrir Augnablik sem er með sex stig í öðru sæti riðilsins. Augnablik hefur leikið þrjá leiki, en Afturelding tvo. Afturelding er án stiga eftir sína tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner