Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poyet telur að endurbyggja þurfi leikmannahóp Tottenham
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Gus Poyet, fyrrum miðjumaður Tottenham, segir að það sé ekki hægt að kenna Jose Mourinho um hvernig gengið var hjá liðinu áður en hlé var gert í fótboltaheiminum vegna kórónuveirunnar.

Tottenham datt meðal annars út úr Meistaradeildinni og FA-bikarnum fyrir hléið.

Mourinho tók við af Mauricio Pochettino fyrr á þessu tímabilinu, en meiðsli lykilmanna hafa gert honum mjög erfitt fyrir.

Poyet telur að leikmannahópur Spurs þurfi á endurbyggingu að halda, en í viðtali við Goal sagði hann: „Ég held að þetta sé endastöðin. Sums staðar getur þú stjórnað ferlinu með því að breyta litlum hlutum hér og þar. Sir Alex Ferguson var meistarinn í því. Hann var alltaf skrefi á undan með því að leyfa mikilvægum leikmönnum að fara og skipta þeim út."

„Svo gerist það stundum að þú heldur í lið og síðan líður þér eins og þú þurfir að breyta öllu. Ég held að Tottenham sé á þeim stað núna. Í þeirri stöðu er hægt að koma öllum stjórum til varnar, ekki bara Jose Mourinho."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner