mið 29. mars 2023 12:15 |
|
Hin hliðin - Rúnar Gissurarson (Keflavík)
Rúnar Gissuararson gekk í raðir Keflavíkur fyrir tímabilið 2022. Saga Rúnar ser mjög áhugaverð og fór hann yfir hana í viðtali í fyrra.
Sjá einnig:
Rúnar Gissurar: Tók sjö ár af Counter Strike og var fullur allar helgar
Markvörðurinn kom við sögu í fjórum leikjum í Bestu deildinni í fyrra, byrjaði tvo þeirra. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 10. sæti: Keflavík
Sjá einnig:
Rúnar Gissurar: Tók sjö ár af Counter Strike og var fullur allar helgar
Markvörðurinn kom við sögu í fjórum leikjum í Bestu deildinni í fyrra, byrjaði tvo þeirra. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 10. sæti: Keflavík
Fullt nafn: Rúnar Gissurarson
Gælunafn: Rooney, rúnki, runar g
Aldur: 36
Hjúskaparstaða: lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 28 júní 2010 með þrótt vogum í 3-1 tapi vs Berserkjum þar sem að kóngurinn Einar Guðnason setti 2 í grillið á mér.
Uppáhalds drykkur: pepsi max
Uppáhalds matsölustaður: joe & and the juice, tunacado á minn disk, takk
Hvernig bíl áttu: Kia
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Var að klára EXIT, klikkaðir þættir. Svo er ég mikill Love Island maður
Uppáhalds tónlistarmaður: Bræðurnir Jón Jónsson og Frikki Dór eru í miklu uppáhaldi
Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football
Fyndnasti Íslendingurinn: blö-kast bræðurnir, ekkert eðlilega fyndnir
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Tu matt saekja pontunina kl: 18:44 Fitjar.
Kvedja Domino's Pizza.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekki að ég ætti einhvern möguleika, en eina sem kemur í hugann á mér eru ógeðin í Tottenham
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Gary Martin
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Keflavíkur crewið, Siggi Raggi, Halli Gumm og Ómar Jó, geggjaðir
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Bræðurnir Magnús Þórir Matthíasson og Einar Orri Einarsson
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Robbie Fowler
Sætasti sigurinn: Sigurinn vs Kórdrengjum í úrslitakeppninni í 4. deildinni 2018 var helvíti sætur, þegar við tryggðum okkur upp
Mestu vonbrigðin: Hafa kannski ekki áttað sig á því fyrr að maður gæti eitthvað í marki
Uppáhalds lið í enska: Glaður Arsenal maður í dag
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Bring Adam Páls back, how may I assist?
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Axel Ingi
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Marteinn Urbancic er ekkert eðlilega fallegur drengur
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Margar fallegar
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Leo litli Messalingur
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Jordan Smylie
Uppáhalds staður á Íslandi: Golfvöllur Brautarholts í sól og blíðu, sjaldgæft, en þegar það gerist.. maður lifandi
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Reynir S. Voru að spila í undanúrslitum í .net mótinu í fyrra og voru markmannslausir. Þeir fengu leyfi frá Haukamönnum um það að ég mætti spila þann leik.
Haukar byrja með boltann, spila til baka og lúðra svo einum innfyrir, ég kem út úr teignum og öskra nafnið mitt, hafsentinn er kominn uppí skallaboltann á sama tíma og rétt strýkur boltann svo að hann breytir aðeins um stefnu, Haukamaðurinn hefði sloppið einn á móti markinu, ósjálfráð viðbrögð hjá mér eru þau að ég slæ boltann í burtu, king Tómas Meyer flautar að krafti í flautuna, beint í rassvasann og lyftir rauða kortinu.
Eftir langar og strangar samningsviðræður milli þjálfara liðana og dómarans dró Meyerinn rauða tilbaka og lyfti því gula, aukaspyrna og áfram með leikinn
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Neii, eða ekki beint hjátrú.. ég hendi yfirleitt airpods í eyrun rétt fyrir leik og hlusta á “heyr mína bæn” með Röggu Gröndal.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já fylgist með flest öllum íþróttum
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Bara það sem ég kaupi hverju sinni, er að vinna með Nike eitthvað núna sem ég keypti í fyrra, keyri á þeim þangað til þeir gefa upp öndina. Svo spila ég í hönskum frá Rinat, alvöru gæði þar.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku
Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég lét markmann skora á mig yfir nánast allan völlinn, hef aldrei langað eins mikið að láta mig hverfa á núll-einni á ævinni og þá
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Sindra Snæ, hugmyndin góð. Guðlaug Fannar, rífa aðeins upp stemninguna. Dag Inga, aðeins að æsa í hinum tveimur
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var 115-120 kg og í neðstu deild á íslandi fyrir 5 árum síðan
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hörður Sveinsson, hélt þetta væri grautleiðinlegur og hrokafullur gæji, hann er bara svo langt frá því, geggjaður!
Hverju laugstu síðast: “Neii gaur, ég fór ekkert í ljós, er bara ennþá tanaður eftir æfingaferðina”
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: hita upp
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: ég myndi spyrja Mike Riley hvað í ands***** var að gerast í hausnum á honum þegar utd stoppaði 49 leikja runnið hjá Arsenal, ég er ennþa brjálaður
Athugasemdir