Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 29. júní 2019 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarki Már Sigvaldason er látinn
Bjarki Már Sigvaldason.
Bjarki Már Sigvaldason.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Bjarki Már Sigvaldason lést á fimmtudaginn eftir næstum sjö ára baráttu við krabbamein í ristli. Bjarki Már lætur eftir sig eiginkonu, Ástrós Rut Sigurðardóttur, og tíu mánaða gamla dóttur, Emmu Rut.

Bjarki Már var leikmaður HK áður fyrr en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meinsins. Saga hans vakti gífurlega mikla athygli hér á landi og sagði hann í viðtali við Ísland í dag í vetur að hann ætti aðeins nokkra mánuði eftir.

Talað var um kostnaðinn sem fylgdi veikindunum og í kjölfarið tóku einstaklingar, fyrirtæki og knattspyrnufélög sig til og lögðu Bjarka og fjölskyldu lið á síðustu mánuðunum.

Þau hjúin þurftu að berjast í sjö ár og eru mikils metin í baráttu krabbameinssjúkra á Íslandi. Ástrós var til að mynda formaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Vilhjálmur og Þórhallur Siggeirssynir bjuggu fyrr á árinu til myndband um knattspyrnuferil Bjarka. Á sínum tíma spilaði Bjarki leiki með U17 ára landsliði Íslands og þótti mikið efni. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Fótbolti.net sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu og vinar Bjarka heitins. Blessuð sé minning Bjarka Más Sigvaldasonar





Athugasemdir
banner
banner
banner