Grétar Snær Gunnarsson þurfti að fara af velli snemma leiks þegar FH mætti Vestra á Ísafirði í gær. Grétar staðfestir í samtali við Fótbolta.net í dag að hann sé með þrjú brotin rifbein.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 2 FH
„Grétar liggur eftir viðskipti við Ibra Balde, ekkert grín að fá þann skrokk í sig," skrifaði Hákon Dagur Guðjónsson í textalýsingu frá leiknum.
Grétar tjáði sig um sína upplifun af atvikinu. „Hann er bara að taka tilhlaup til þess að fara upp í skallabolta við mig og hoppar upp með hnéð á undan sér og beint í fribeinin."
„Ég veit ekki nákvæmlega hversu lengi ég verð frá, en það er talað um 4-8 vikur," segir Grétar við Fótbolta.net.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir