„Þetta er svekkjandi að ná ekki í öll þrjú stigin. Við komum klárlega með það markmið hingað að ná í öll þrjú stigin. Okkur hefur gengið vel á móti Þróttir í sumar og svekkjandi að hafa ekki náð að skora eitt mark þar sem að við, klárlega, fengum nokkur færi í seinni hálfleik til þess að skora“ sagði Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA eftir markalaust jafntefli gegn Þrótti í Laugardalnum fyrr í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 0 Þór/KA
„Þróttur eru með hörkulið og eru rosalega vel skipulagðar, halda vel í boltann og það er erfitt að brjóta þær upp. Þær lokuðu vel á ákveðin svæði og við náðum að skapa okkur mörg svona hálffæri og kannski tvö til þrjú góð færi sem við hefðum getað skorað úr. Við vorum ekki að ná að brjóta þær nóg og oft upp, bara hrós á Þróttaraliðið. Þær eru með gott lið og bara gaman að sjá að þær gáfust ekkert upp þegar að tímabilið var að byrja, þetta fór hægt af stað. Að sama skapi setjum við bara þá kröfu á okkur sjálfar að gera aðeins betur og við eigum að klára svona leiki“ heldur hún svo áfram.
Leikurinn var ekki skemmtilegur áhorfs og aðspurð hvernig það var að spila leikinn segir hún: „Þetta var mikið, svona, miðjufótbolti. Það var lítið af færum, eins og ég segi, varla einhver opin færi. Ég man eftir einu sem ég fæ í seinni hálfleik en auðvitað er alltaf gaman að spila fótbolta en maður hefur spilað þá skemmtilegri.“
Viðtalið við Söndru Maríu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.