Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   fös 29. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Toppslagur á svakalegum sunnudegi
Þrettánda umferð enska úrvalsdeildartímabilsins fer fram um helgina og hefst fjörið í kvöld þegar Brighton tekur á móti nýliðum Southampton.

Brighton er að gera góða hluti undir stjórn Fabian Hürzeler og situr í 3.-5. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 12 umferðir. Southampton er aðeins komið með 4 stig og vermir botnsætið.

Á morgun eru fimm leikir á dagskrá þar sem Arsenal heimsækir West Ham United í lokaleiknum áður en sannkallaðan ofursunnudag ber að garði.

Chelsea mætir Aston Villa í hörkuslag á sama tíma og Manchester United fær Everton í heimsókn og Tottenham spilar nágrannaslag við Fulham.

Toppliðin tvö Liverpool og Manchester City eigast að lokum við í síðasta leik helgarinnar, þar sem lærisveinar Pep Guardiola fá tækifæri til að snúa hrikalega slæmu gengi við og stytta bilið í toppbaráttunni niður í fimm stig.

Föstudagur
20:00 Brighton - Southampton

Laugardagur
15:00 Brentford - Leicester
15:00 Crystal Palace - Newcastle
15:00 Nott. Forest - Ipswich Town
15:00 Wolves - Bournemouth
17:30 West Ham - Arsenal

Sunnudagur
13:30 Chelsea - Aston Villa
13:30 Man Utd - Everton
13:30 Tottenham - Fulham
16:00 Liverpool - Man City
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
10 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
11 Brentford 34 14 7 13 58 50 +8 49
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir