Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 30. janúar 2023 12:11
Elvar Geir Magnússon
Dyche „hin fullkomna ráðning“ fyrir Everton
Mynd: Getty Images
Sam Vokes, fyrrum sóknarmaður Burnley, segir að Sean Dyche sé hin fullkomna ráðning fyrir Everton. Dyche verður væntanlega formlega kynntur sem nýr stjóri Everton í dag en hann tekur við af Frank Lampard.

Vokes vann undir stjórn Dyche á Turf Moor í sjö ár.

„Þeir vilja fá inn stöðugleika og hann kemur með stöðugleika. Hann skapaði menningu í gegnum allt félagið hjá Burnley og Everton þarf á því að halda," segir Vokes.

„Hann er með allt á hreinu, hann kemur sínum áherslum út með yfirvegun. Fótboltinn sem við spiluðum hjá Burnley var skemmtilegur sóknarlega, við pressuðum hátt á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner