Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 30. janúar 2023 12:11
Elvar Geir Magnússon
Dyche „hin fullkomna ráðning“ fyrir Everton
Sam Vokes, fyrrum sóknarmaður Burnley, segir að Sean Dyche sé hin fullkomna ráðning fyrir Everton. Dyche verður væntanlega formlega kynntur sem nýr stjóri Everton í dag en hann tekur við af Frank Lampard.

Vokes vann undir stjórn Dyche á Turf Moor í sjö ár.

„Þeir vilja fá inn stöðugleika og hann kemur með stöðugleika. Hann skapaði menningu í gegnum allt félagið hjá Burnley og Everton þarf á því að halda," segir Vokes.

„Hann er með allt á hreinu, hann kemur sínum áherslum út með yfirvegun. Fótboltinn sem við spiluðum hjá Burnley var skemmtilegur sóknarlega, við pressuðum hátt á vellinum."
Athugasemdir
banner