Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 11:41
Elvar Geir Magnússon
Newcastle blandar sér í baráttu við Tottenham um Hincapie
Mynd: Getty Images
Newcastle United hefur átt viðræður um Piero Hincapie, 21 árs ekvadorskan miðvörð Bayer Leverkusen.

Football Insider segir þó Newcastle vilja bíða til sumars með að kaupa hann.

Áður hafði verið greint frá því að Tottenham hafi gert 22 milljóna punda tilboð í Hincapie en því verið hafnað.

Hincapie hefur einnig verið orðaðurvið Everton en Bayer Leverkusen vill ekki selja hann í þessum mánuði.

Hincapie lék vel með Ekvador á HM í Katar en hann getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar.

Hann hóf yfirstandandi tímabil sem varamaður en hefur nú spilað 90 mínútur í sex af síðustu sjö leikjum Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner