Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 30. maí 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 6. umferð - Verður í stóru hlutverki á EM
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sandra er leikmaður sjöttu umferðar.
Sandra er leikmaður sjöttu umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er leikmaðu sjöttu umferðar í Bestu deild kvenna.

Sandra var stórkostleg þegar Valur fór með sigur af hólmi gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Var þetta mikilvægur sigur fyrir Val fyrir framhaldið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

„Fullkomin frammistaða hjá Söndru í kvöld. Hún varði nokkrum sinnum gríðarlega vel og átti allavega þrjár góðar vörslur á fyrsta korteri leiksins. Hún kórónaði leik sinn þegar hún varði vítaspyrnu á 83. mínútu leiksins og tryggði Val endanlega sigurinn," skrifaði Alexandra Bía Sumarliðadóttir í skýrslu sinni frá leiknum.

Sandra er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og kemur til með að vera í stóru hlutverki á EM í sumar.

Eftir leik talaði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, um að Sandra væri vanmetin.

„Sandra fær allt of lítið hól. Hún er frábær markmaður og er búin að vera frábær markmaður í einhver 30 ár sko. Ég held að þau séu að verða 47 er það ekki? Hún var stórkostleg í dag og sýndi og sannaði að hún er markmaður númer eitt," sagði Pétur.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem var tekið við Söndru eftir leikinn gegn Breiðabliki.

Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Sterkust í 5. umferð - Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Sandra: Óska mótherjum okkar bara góðs gengis að verjast henni
Athugasemdir
banner
banner