Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkust í 5. umferð - Ákvað að skora fyrsta markið með stæl
Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Að þessu sinni er það Júlíana Sveinsdóttir sem er leikmaður umferðarinnar.

Júlíana lék í hjarta varnarinnar hjá ÍBV þegar liðið lagði Breiðablik í síðustu viku. Júlíana skoraði eina mark leiksins. ÍBV átti hornspyrnu á 13. mínútu.

„VÁÁÁ!!!! Ekkert kom úr horninu en eyjakonur héldu boltanum og Júlíana Sveinsdóttir tekur skotið nær miðju en vítateig og boltinn fer yfir Telmu í marki Blika og í netið. Spurningamerki við Telmu í marki blika. Rosalegt mark!!!" skrifaði Kári Snorrason sem textalýsti leiknum á Fótbolta.net.

Í skýrsluna skrifaði hann svo: „Skorar frábært mark og var mjög góð varnarlega."

Þetta var fyrsta mark Júlíönu í keppnisleik í meistaraflokki en hún spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild árið 2015.

„Þetta var geggjaður sig­ur hjá okk­ur.Það var góður liðsandi og við börðumst fyr­ir hverja aðra þannig að þetta var mjög góður sig­ur. Við vor­um mjög skipulagðar og þetta gekk mjög vel hjá okk­ur," sagði Júlíana við mbl.is eftir leik.

„Fyrsta markið mitt! Það var mjög gott. Maður verður að gera þetta með stæl,“ sagði Júlí­ana glett­in í samtali við mbl.is. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan.



Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner