Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Að þessu sinni er það Júlíana Sveinsdóttir sem er leikmaður umferðarinnar.
Júlíana lék í hjarta varnarinnar hjá ÍBV þegar liðið lagði Breiðablik í síðustu viku. Júlíana skoraði eina mark leiksins. ÍBV átti hornspyrnu á 13. mínútu.
Júlíana lék í hjarta varnarinnar hjá ÍBV þegar liðið lagði Breiðablik í síðustu viku. Júlíana skoraði eina mark leiksins. ÍBV átti hornspyrnu á 13. mínútu.
„VÁÁÁ!!!! Ekkert kom úr horninu en eyjakonur héldu boltanum og Júlíana Sveinsdóttir tekur skotið nær miðju en vítateig og boltinn fer yfir Telmu í marki Blika og í netið. Spurningamerki við Telmu í marki blika. Rosalegt mark!!!" skrifaði Kári Snorrason sem textalýsti leiknum á Fótbolta.net.
Í skýrsluna skrifaði hann svo: „Skorar frábært mark og var mjög góð varnarlega."
Þetta var fyrsta mark Júlíönu í keppnisleik í meistaraflokki en hún spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild árið 2015.
„Þetta var geggjaður sigur hjá okkur.Það var góður liðsandi og við börðumst fyrir hverja aðra þannig að þetta var mjög góður sigur. Við vorum mjög skipulagðar og þetta gekk mjög vel hjá okkur," sagði Júlíana við mbl.is eftir leik.
„Fyrsta markið mitt! Það var mjög gott. Maður verður að gera þetta með stæl,“ sagði Júlíana glettin í samtali við mbl.is. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Athugasemdir