Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sindri endurheimtir Bjarka Flóvent (Staðfest)
Bjarki Flóvent snýr aftur.
Bjarki Flóvent snýr aftur.
Mynd: Sindri
Bjarki Flóvent Ásgeirsson skrifaði undir samning nú á dögunum við Sindra og spilar með liðinu út þetta tímabil.

Bjarki Flóvent kom fyrst til Sindra árið 2021 en færði sig yfir í Knattspyrnufélag Garðabæjar fyrir tímabilið 2024.

Hann spilaði fimm leiki með KFG í 2. deild í sumar, en hann lék einnig með liðinu í Fótbolti.net bikarnum og í Mjólkurbikarnum.

„Hann hefur nú ákveðið að snúa aftur til okkar og tökum við að sjálfsögðu vel á móti honum," segir í tilkynningu Sindra.

Bjarki Flóvent, sem er miðjumaður, hefur spilað 57 leiki fyrir Sindra og skorað í þeim fimm mörk.

Sindri er sem stendur í níunda sæti 3. deildar.
Athugasemdir
banner
banner
banner