Orri Steinn Óskarsson gekk til liðs við Real Sociedad í kvöld fyrir 20 milljónir evra frá FC Kaupmannahöfn.
Þessi tvítugi íslenski landsliðsframherji er annar Íslendingurinn til að spila fyrir félagið en Alfreð Finnbogason gerði það frá 2014-2016.
Alfreð sendi stuðningsmönnum Sociedad skilaboð á X eftir að félagaskipti Orra voru staðfest.
„Sýnið honum ást og hann mun færa ykkur mörg mörk," skrifaði Alfreð á X.
Alfreð lagði landsliðsskóna á hilluna á dögunum en hann var frábær í landsliðstreyjunni og skoraði m.a. fyrsta mark landsliðsins á HM. Orri Steinn var iðinn við kolan hjá FCK og mun vonandi halda uppteknum hætti hjá Sociedad og íslenska landsliðinu.
Muéstrale amor y te dará muchos goles. ???????????????? https://t.co/TerOCeLciZ
— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) August 30, 2024
Athugasemdir