Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fös 30. ágúst 2024 20:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Steinn orðinn leikmaður Sociedad (Staðfest) - Kynntur með FC24
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Orri Steinn Óskarsson er genginn til liðs við Real Sociedad frá FC Kaupmannahöfn.


Hann gengur til liðs við spænska félagið sem borgar 20 milljónir evra fyrir hann en Gylfi Þór Sigurðsson er eini Íslendingurinn sem hefur kostað meira þegar hann gekk til liðs við Everton fyrir tæpar 50 milljónir evra á sínum tíma.

Orri Steinn er annar Íslendingurinn sem spilar með Sociedad en Alfreð FInnbogason lék með liðinu frá 2014-2016.

Orri Steinn er tvítugur framherji en hann byrjaði tíimabilið frábærlega hjá FCK. Real Sociedad kynnti hann til leiks á X með ansi skemmtilegu myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan.

Sociedad er með 3 stig í 13 sæti La Liga eftir þrjár umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Getafe á útivelli á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner