Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 30. nóvember 2017 14:15
Elvar Geir Magnússon
Almarr Ormarsson í Fjölni (Staðfest)
Almarr Ormarsson er kominn í Fjölnisbúninginn.
Almarr Ormarsson er kominn í Fjölnisbúninginn.
Mynd: Fjölnir
Almarr Ormarsson er orðinn leikmaður Fjölnis en Grafarvogsfélagið hefur staðfest þetta. Samningurinn er til þriggja ára.

Þessi 29 ára leikmaður lék 20 leiki með KA í Pepsi-deildinni á liðnu sumri og skoraði þrjú mörk.

Almarr og kærasta hans eignuðust barn í síðasta mánuði og ljóst var að hann yrði á höfuðborgarsvæðinu á næsta tímabili.

Almarr hóf meistaraflokksferil sinn hjá KA áður en fór til Fram og síðan KR áður en hann hélt aftur norður fyrir tímabilið 2016. Hann hefur tvisvar orðið bikarmeistari, með Fram og svo KR.

Þá á hann að baki 20 landsleiki með U19 og U21 landsliðum Íslands og var m.a. í U21 hópnum sem fór á lokamót EM í Danmörku árið 2011.

„Virkilega öflugur leikmaður hér á ferðinni sem getur leyst margar stöður á vellinum og mörg félög vildu fá í sínar raðir. Við bjóðum Almarr hjartanlega velkominn í Grafarvoginn og hlökkum til að sjá hann í Fjölnistreyjunni í Pepsi deildinni á komandi tímabili," segir í tilkynningu frá Fjölni.

KA hafnaði í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu tímabili en Fjölnir í því tíunda.

Almarr er annar leikmaðurinn sem Fjölnismenn fá til sín síðan síðasta tímabili leik. Sigurpáll Melberg Pálsson kom frá Fram. Ólafur Páll Snorrason tók við sem þjálfari Fjölnis eftir að Ágúst Gylfason fór í Breiðablik.

Viðtal við Almarr kemur inn á Fótbolta.net á eftir.

Athugasemdir
banner
banner