lau 30. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snorri Páll tekur slaginn með Álftanesi (Staðfest)
Snorri Páll Blöndal.
Snorri Páll Blöndal.
Mynd: Álftanes
Álftanes tilkynnti það á Twitter síðu sinni í gær að Snorri Páll Blöndal ætli að taka slaginn með liðinu næsta sumar.

Snorri Páll er fæddur árið 1994 og lék hann 12 leiki með KFG í 2. deild síðasta sumar. Hann kom einnig við sögu í einum leik í Mjólkurbikar karla með KFG.

Hann er uppalinn með Stjörnunni og kom hann við sögu í fjórum leikjum er liðið varð Íslandsmeistari árið 2014. Hann lék sex leiki með Gróttu sumarið 2016.

Núna ætlar hann að taka slaginn með Álftanesi sem hafnaði í áttunda sæti 3. deildar á síðasta tímabili.

„Það voru að berast tíðindi! Snorri Páll hefur ákveðið að taka slaginn með Álftanes á næstu leiktíð. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn síðustu ár hjá þessum fjölhæfa leikmanni en nú er kappinn kominn fullt og klár í slaginn," segir í tilkynningu frá Álftanesi.


Athugasemdir
banner
banner