Geir Þorsteinsson hættir sem framkvæmdastjóri ÍA á næstunni en hann hefur starfað fyrir félagið síðan 2020. Geir er fyrrum formaður KSÍ.
Tilkynning ÍA:
Geir Þorsteinsson lætur af störfum
Knattspyrnufélag ÍA og Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri félagsins hafa komist að samkomulagi um að Geir láti af störfum fyrir félagið á næstunni.
Geir mun verða félaginu innan handar næstu mánuði.
Stjórn félagsins þakkar Geir kærlega fyrir vel unnin störf.
Athugasemdir