Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 31. janúar 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Áslaug Sigurbjörnsdóttir (Selfoss)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhildur Þórhallsdóttir.
Þórhildur Þórhallsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magdalena Anna Reimus
Magdalena Anna Reimus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Dóra hefur verið lykilmaður í vörn Selfoss undanfarin tvö tímabil. Hún lék alla sextán leiki liðsins á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í 4. sæti deildarinnar.

Áslaug er unglingalandsliðskona og á að baki átján leiki fyrir U16 og U17. Hún var í síðustu viku hluti af æfingahópi U19 ára landsliðsins. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Gælunafn: Er stundum kölluð Slauga

Aldur: verð 18 ára í apríl

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2017

Uppáhalds drykkur: Vatn og gulur kristall

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Hvítan Kia Rio

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love Island

Uppáhalds tónlistarmaður: Travis Scott og Frank Ocean

Uppáhalds hlaðvarp: FM95BLÖ

Fyndnasti Íslendingurinn: Sóllilja Svava Þorsteinsdóttir, atvinnu meistari

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, nutella og þrist

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Timapontun thin hefur verid stadfest. Maeting 14:00 thann 23.01.2021. Átti tíma í ljós er að verða glær

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sveindís Jane

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið mjög heppin með þjálfara en verð að segja Alfreð Elías Jóhannsson.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Magda á æfingum

Sætasti sigurinn: Ætli það sé ekki bikarúrslitaleikurinn.

Mestu vonbrigðin: Að ná ekki að taka þátt í milliriðlinum með U17 vegna Covid. Vorum með mjög sterkan hóp og áttum því góðan séns að fara í lokakeppnina.

Uppáhalds lið í enska: Man U

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Elín Mettu.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Auður Helga Halldórsdóttir.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Úff erfitt að velja einhvern einn en strákarnir á Selfossi eru skítsæmilegir.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Barbára Sól Gísladóttir.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Virgil van Dijk.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Eva Lind er lúmsk.

Uppáhalds staður á Íslandi: Draumalandið.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta:

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist aðeins með handbolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði er ekki mitt sterkasta fag.

Vandræðalegasta augnablik: Verð ekki vandræðaleg.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Myndi taka með Þórhildi Þórhallsdóttir, Bergþóru Sól Ásmundsdóttir og Brynju Líf Jónsdóttir, kannski ekki mikið af heilasellum en það yrði allavega mjög gaman.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með dökkfjólubláan demant á tönninni, þarf samt að fara að losa mig við þetta. Lítur meira út eins og ég sé með birkifræ fast á tönninni en demant.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hólmfríður Magnúsdóttir, viðurkenni var fyrst alveg smá hrædd við hana en síðan kynntist ég henni og hún er bara algjört yndi og geggjaður liðsfélagi í alla staði sem utan og innan vallar.

Hverju laugstu síðast: Að ég yrði ekki vandræðaleg

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir
banner
banner