Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 23:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Souttar til liðs við Leicester (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Miðvörðurinn Harry Souttar er genginn til liðs við Leicester frá Stoke City en hann gerir fimm og hálfs árs samning.


Souttar vakti verðskuldaða athygli á HM í Katar í síðasta mánuði þar sem hann var á meðal bestu manna ástralska landsliðsins.

„Ég er í skýjunum með að ganga til liðs við svona frábært félag og að spila í úrvalsdeildinni er tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Það eru heimsklassa aðstæður hérna og hópur fullur af stórkostlegum leikmönnum svo ég get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Souttar við undirskriftina.

Leicester reyndi að losa sig við Jannik Vestergaard og Caglar Soyuncu í glugganum en það tókst ekki. Búast má við að þeir yfirgefi félagið í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner