Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
KDA KDA
 
fim 21.mar 2013 17:10 Elvar Geir Magnússon
Vel undirbúnir fyrir bardagann











Íslenska landsliðið er vel undirbúið fyrir leikinn gegn Slóveníu sem fram fer á morgun. Liðið hefur fengið fleiri daga en oft áður til undirbúnings og leikmenn eru vel meðvitaðir um að leikurinn er einn af úrslitaleikjum okkar í þessum riðli. Meira »
mið 20.mar 2013 15:50 Elvar Geir Magnússon
Svona spái ég byrjunarliðinu











Ég sit á flugvellinum í Kaupmannahöfn og bíð eftir flugi til Vínar. Þaðan verður svo haldið til Lublijana í Slóveníu þar sem Ísland leikur ansi mikilvægan leik gegn heimamönnum, leik sem gæti ráðið ansi miklu varðandi framhaldið undankeppni HM. Meira »
sun 17.mar 2013 06:00 Aðsendir pistlar
Knattspyrnugoðsögn - Uppáhalds æfing Kristine Lilly er ein allra besta knattspyrnukona allra tíma. Kristine var bandarískur landsliðsmaður í 24 ár og er sá landsliðsmaður í veröldinni, karl eða kona sem á flesta landsleiki að baki eða 352. Meira »
fim 14.mar 2013 15:30 Aðsendir pistlar
Uppbyggingarstefna knattspyrnufélaga Mikilvægi uppbyggingarstefnu innan knattspyrnufélaga er misjafn gaumur gefinn. Telja má að gott skipulag á þessu sviði aðgreini góð félög frá öðrum. Ungir leikmenn þurfa að finna hjá sínu félagi að þeir séu mikilvægir og að þjálfun miði að uppbyggingu hugarfarsins ekki síður en líkamlegu atgervi. Meira »
fim 14.mar 2013 13:00 Elvar Geir Magnússon
Maðurinn með brottrekstrarblætið Það er aðeins einn Maurizio Zamparini, sem betur fer. Árið 2002 seldi þessi viðskiptamaður ítalska félagið Venezia og keypti Palermo, félag sem hefur verið í hans eigu síðan. Meira »
mið 06.mar 2013 12:45 Elvar Geir Magnússon
Lestu leikinn maður! Cuneyt Cakir stóð teinréttur og barðist við að halda „kúlinu" þegar hann var búinn að flauta leik Manchester United og Real Madrid af í gærkvöldi. Leikmenn United hópuðust í kringum hann og Rio Ferdinand gekk það langt að klappa höndum af miklum krafti millimetrum við andlit hans. Meira »
mán 04.mar 2013 18:15 Sindri Snær Jensson
Best og verst klæddu stjórar ensku úrvalsdeildarinnar Greinin hér að neðan er fengin af vefsíðunni sindrijensson.com og birt með leyfi höfundar. Meira »
fös 15.feb 2013 07:00 Aðsendir pistlar
Fyrsta snerting - Fullkomin æfing skapar meistarann Eitt af því sem einkennir frábæra knattspyrnumenn er góð fyrsta snerting, mótttaka og sending. Um það verður fjallað hér.

Við hjá Coerver Coaching teljum að leikmaður sé aldrei of ungur eða og gamall til að bæta sig. Við trúum því heldur ekki að leikmenn fæðist með fullskapaða hæfileika. Þess vegna er æfingin lykilatriði og stundum er sagt að; "æfingin skapi meistarann". Við segjum það hinsvegar vera hálfan sannleikan hvar það er ekki nóg að æfa, heldur þarf að æfa rétt! Því segjum við; ,,fullkomin æfing skapar meistarann".

Fyrsta skrefið í átt að framförum að okkar mati er knattstjórnun. Enda er knattstjórnunn fyrsta skrefið af þeim 6 sem við ætlum að fjalla um á næstu misserum. Knattstjórnun snýst fyrst og síðast að vera með boltann á tánum eins og sagt er, og æfa tækniatriði og snertingar á bolta eins oft og hægt er. Helst á hverjum degi. Hér er myndband með Coerver strák, Luis að nafni sem hefur þrátt fyrir ungan aldur æft knattstjórnun af kappi í langan tíma. Meira »
mið 06.feb 2013 15:00 Sam Tillen
Treyjuskipti Þegar ég og Joe vorum að horfa á síðasta leik Barca spurði ég ,,Við hvern myndir þú skiptast á treyju við fyrir utan Messi?" Við sjáum leikmenn reglulega skiptast á treyjum og það er merkilegra fyrir suma en aðra. Treyja Messi, Aguero eða Ronaldo er sérstök fyrir nýjan eiganda, eitthvað sem hann getur sýnt barnabörnunum og sagt ,,Ég spilaði einu sinni gegn bestu leikmönnum allra tíma". Treyjan sem Maradona spilaði í þegar hann tók "hönd Guðs" er hluti af fótboltasögunni. Meira »
mið 06.feb 2013 13:00 Aðsendir pistlar
Afríkukeppnin - Svo miklu meira en bara fótboltamót Í Suður-Afríku fer nú fram Afríkukeppnin í knattspyrnu. Þó margir hafi eflaust ekki heyrt af henni áður er hún eldri en Evrópumótið í sömu íþrótt og á sér um margt áhugaverða sögu. Fyrsta Afríkukeppnin var til að mynda haldin árið 1957 og tóku þá aðeins þrjú lið þátt – Egyptaland, Súdan og Eþíópía. Egyptaland bar þá sigur úr býtum og hefur síðan unnið keppnina sex sinnum til viðbótar. Þrátt fyrir að vera sigursælasta lið hennar náði Egyptaland ekki að komast í keppnina síðustu tvö skipti. Í síðustu keppni vann Sambía sinn fyrsta Afríkutitil en þetta árið verða krýndir nýir meistarar. Afríkukeppnin snýst þó ekki aðeins um knattspyrnu. Meira »
mið 06.feb 2013 08:00 Gunnar Örn Runólfsson
Stjórnunaraðferðir Fabio Capello Vegna vináttulandsleiks Íslands og Rússlands á Marbella á Spáni í kvöld þá er tilvalið að gefa lesendum innsýn inn í stjórnunaraðferðir hins ítalska Fabio Capello sem stýrir landsliði Rússlands og glæstan árangur hans sem knattspyrnustjóra . Meira »
þri 05.feb 2013 15:00 Jóhann Ólafur Sigurðsson
Júgóslavneskur lukkupottur Skagamanna Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður Selfyssinga, skrifaði ritgerð um aðkomu og áhrif júgóslavneskra leikmanna á knattspyrnumenningu Íslands. Með hans leyfi birtum við hér hluta úr ritgerðinni þar sem fjallað er um þau áhrif sem júgóslavneskir leikmenn höfðu á lið ÍA. Meira »
mið 30.jan 2013 09:00 Hafliði Breiðfjörð
240 manna hópferð Arsenal stuðningsmanna (Myndir) Í október á síðasta ári fékk ég að fylgja stuðningsmannaklúbbi Arsenal til London til að sjá leik í ensku úrvalsdeildinni. Ferðin var einstök fyrir það að 240 stuðningsmenn liðsins voru með í för á Emirates leikvangnum á leikdeginum. En það var ekki bara leikurinn, heldur svo miklu meira sem gerði þessa ferð ógleymanlega fyrir alla Íslendingana sem ákváðu að skella sér.

Neðst í pistlinum má sjá fjölda mynda úr ferðinni. Meira »
fim 17.jan 2013 15:15 Elvar Geir Magnússon
Þýskaland kallar Komum okkur bara beint að efninu: Það er kominn tími til að gerð verði önnur tilraun til að festa Bundesliguna í sessi í íslensku sjónvarpi.

Langt er síðan þýski boltinn var í boði á íslenskri sjónvarpsstöð. Ástæðan fyrir því að hann var tekinn af dagskrá er væntanlega sú sama og með flest annað sjónvarpsefni sem hverfur af skjánum. Efnið dýrt og áhorfið ekki í samræmi við verðið. Meira »
mán 17.des 2012 16:30 Magnús Valur Böðvarsson
Ríkisfang leikmanna Mikið hefur verið rætt á undanförnu um framtíð Arons Jóhannssonar leikmanns AGF en eins og flestir vita hefur hann möguleika á að velja á milli íslenska landsliðsins og þess bandaríska þar sem hann er fæddur þar. Hann stendur því frammi fyrir því gífurlega erfiða vali að þurfa að velja þar á milli. Fari svo að hann velji að spila fyrir Bandaríska landsliðið, spili einn æfingaleik þá á hann enga möguleika á að spila fyrir Ísland í náinni framtíð þar sem hann á landsleik að baki fyrir hitt landsliðið. Meira »
fös 07.des 2012 19:30 Aðsendir pistlar
Má bjóða þér góða fjárfestingu? Umræðan um kvennaknattspyrnu hefur aðeins verið í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins hefur m.a. haldið þessari umræðu á lofti, ásamt fleirum. Aðkoma mín að þessum málaflokki kemur m.a. í gegnum stjórnmálafræðinámið mitt og ýmis félagsstörf. Þar hef ég m.a. kynnt mér umhverfið fyrir knattspyrnuiðkun með sérstöku tilliti til kynja. Meira »
fim 06.des 2012 15:00 Aðsendir pistlar
Hvar eru konurnar? Ég er áhugamaður um knattspyrnu og ber virðingu fyrir öllum þeim sem vilja stunda íþróttina. Knattspyrna er hjartfólgin svo ægi mörgum og knattspyrnan á sér svo margar fallegar myndir. Heimurinn er jafnvel sameinaður í ást sinni á leiknum. Svo til allir geta spilað leikinn á einn eða annan hátt. Meira »
mið 05.des 2012 16:30 Elvar Geir Magnússon
Sveitasetrið La Masia Sveitasetrið La Masia var byggt árið 1702. Það var svo 252 árum síðar sem fótboltafélagið Barcelona keypti La Masia sem í dag orðið frægt nafn í fótboltaheiminum enda samheiti yfir akademíu félagsins og þaðan hafa margir af bestu leikmönnum heims komið. Meira »
mið 28.nóv 2012 08:30 Ásmundur Haraldsson
Getuskipting - Mismunandi þjálfarar Mér finnst umræða Vöndu Sigurgeirsdóttur nú nýverið í fjölmiðlum um að „banna getuskiptingu“ einsleit og hallar mjög á okkur knattspyrnuþjálfarana sem að teljum okkur vera að sinna okkar starfi vel og af einhug. Meira »
fim 22.nóv 2012 13:45 Elvar Geir Magnússon
Benítez byrjar á botninum Þegar ég skrifaði frétt upp úr Daily Mail á þriðjudagskvöldinu síðasta hélt ég að um væri að ræða enn eitt bullið í ensku pressunni. Rafa Benítez var orðaður við Chelsea. Innan við sólarhring síðar var Spánverjinn kominn með penna í hendurnar og skrifaði undir. Meira »