fim 11.apr 2013 11:30
Sindri Snær Jensson
Greinin hér að neðan er fengin af vefsíðunni sindrijensson.com og birt með leyfi höfundar.
Meira »
fös 05.apr 2013 13:00
Sindri Snær Jensson
Greinin hér að neðan er fengin af vefsíðunni sindrijensson.com og birt með leyfi höfundar.
Meira »
lau 30.mar 2013 16:10
Þórir Hákonarson

Eftirfarandi var haft eftir forseta UEFA, Michel Platini, í viðtali ekki alls fyrir löngu „If tomorrow, we go watch a game already knowing the outcome, football is dead,"
Platini lét hafa þessi orð eftir sér í tengslum við eitt mesta vandamálið sem knattspyrnan stendur frammi fyrir, þ.e. hagræðingu úrslita. Þessi orð geta þó átt við í fleiri tilfellum því miður.
Meira »
þri 26.mar 2013 18:30
Magnús Valur Böðvarsson

Mikið er rætt um stöðu Lengjubikarsins þessa daga þar sem það hefur gerst ítrekað að lið hafa notað ólöglega leikmenn sem eru til reynslu hjá félögunum.
Meira »
þri 26.mar 2013 17:00
Jóhann Ólafur Sigurðsson
Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður Selfyssinga, skrifaði ritgerð um aðkomu og áhrif júgóslavneskra leikmanna á knattspyrnumenningu Íslands. Með hans leyfi birtum við hér hluta úr ritgerðinni þar sem fjallað er um Ejub Purisevic og þjálfun hans hjá Sindra og Víkingi Ólafsvík.
Ejub stýrði Víkingi Ólafsvík upp í Pepsi-deildina í fyrra og verður spennandi að sjá liðið í deild þeirra bestu.
Meira »
mán 25.mar 2013 17:00
Magnús Valur Böðvarsson

Enska úrvalsdeildin er sú deild sem flestir Íslendingar eru að fókusera á og horfa mest á. Í næst efstu deild á Englandi, Championship deildinni, má hinsvegar finna marga efnilega og góða stráka sem liðin í úrvalsdeildinni fylgjast náið með og reyna að fá til sín fyrir hvað minnstan pening.
Meira »
lau 23.mar 2013 08:30
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn íslenska landsliðsins hafa yfirgefið Lúbljana eftir að hafa náð að skila verkefninu frá sér með því að innbyrða þrjú stig í æsispennandi en ansi kaflaskiptum leik.
Meira »
fös 22.mar 2013 09:10
Elvar Geir Magnússon
Fjölmiðlar í Slóveníu tala réttilega um leikinn í kvöld gegn Íslandi sem algjöran lykilleik fyrir liðið upp á framhaldið í riðlinum. Ekkert annað en sigur komi til greina.
Meira »
fim 21.mar 2013 17:10
Elvar Geir Magnússon
Íslenska landsliðið er vel undirbúið fyrir leikinn gegn Slóveníu sem fram fer á morgun. Liðið hefur fengið fleiri daga en oft áður til undirbúnings og leikmenn eru vel meðvitaðir um að leikurinn er einn af úrslitaleikjum okkar í þessum riðli.
Meira »
mið 20.mar 2013 15:50
Elvar Geir Magnússon
Ég sit á flugvellinum í Kaupmannahöfn og bíð eftir flugi til Vínar. Þaðan verður svo haldið til Lublijana í Slóveníu þar sem Ísland leikur ansi mikilvægan leik gegn heimamönnum, leik sem gæti ráðið ansi miklu varðandi framhaldið undankeppni HM.
Meira »
sun 17.mar 2013 06:00
Aðsendir pistlar

Kristine Lilly er ein allra besta knattspyrnukona allra tíma. Kristine var bandarískur landsliðsmaður í 24 ár og er sá landsliðsmaður í veröldinni, karl eða kona sem á flesta landsleiki að baki eða 352.
Meira »
fim 14.mar 2013 15:30
Aðsendir pistlar

Mikilvægi uppbyggingarstefnu innan knattspyrnufélaga er misjafn gaumur gefinn. Telja má að gott skipulag á þessu sviði aðgreini góð félög frá öðrum. Ungir leikmenn þurfa að finna hjá sínu félagi að þeir séu mikilvægir og að þjálfun miði að uppbyggingu hugarfarsins ekki síður en líkamlegu atgervi.
Meira »
fim 14.mar 2013 13:00
Elvar Geir Magnússon

Það er aðeins einn Maurizio Zamparini, sem betur fer. Árið 2002 seldi þessi viðskiptamaður ítalska félagið Venezia og keypti Palermo, félag sem hefur verið í hans eigu síðan.
Meira »
mið 06.mar 2013 12:45
Elvar Geir Magnússon

Cuneyt Cakir stóð teinréttur og barðist við að halda „kúlinu" þegar hann var búinn að flauta leik Manchester United og Real Madrid af í gærkvöldi. Leikmenn United hópuðust í kringum hann og Rio Ferdinand gekk það langt að klappa höndum af miklum krafti millimetrum við andlit hans.
Meira »
mán 04.mar 2013 18:15
Sindri Snær Jensson
Greinin hér að neðan er fengin af vefsíðunni sindrijensson.com og birt með leyfi höfundar.
Meira »
fös 15.feb 2013 07:00
Aðsendir pistlar

Eitt af því sem einkennir frábæra knattspyrnumenn er góð fyrsta snerting, mótttaka og sending. Um það verður fjallað hér.
Við hjá Coerver Coaching teljum að leikmaður sé aldrei of ungur eða og gamall til að bæta sig. Við trúum því heldur ekki að leikmenn fæðist með fullskapaða hæfileika. Þess vegna er æfingin lykilatriði og stundum er sagt að; "æfingin skapi meistarann". Við segjum það hinsvegar vera hálfan sannleikan hvar það er ekki nóg að æfa, heldur þarf að æfa rétt! Því segjum við; ,,fullkomin æfing skapar meistarann".
Fyrsta skrefið í átt að framförum að okkar mati er knattstjórnun. Enda er knattstjórnunn fyrsta skrefið af þeim 6 sem við ætlum að fjalla um á næstu misserum. Knattstjórnun snýst fyrst og síðast að vera með boltann á tánum eins og sagt er, og æfa tækniatriði og snertingar á bolta eins oft og hægt er. Helst á hverjum degi. Hér er myndband með Coerver strák, Luis að nafni sem hefur þrátt fyrir ungan aldur æft knattstjórnun af kappi í langan tíma.
Meira »
mið 06.feb 2013 15:00
Sam Tillen

Þegar ég og Joe vorum að horfa á síðasta leik Barca spurði ég ,,Við hvern myndir þú skiptast á treyju við fyrir utan Messi?" Við sjáum leikmenn reglulega skiptast á treyjum og það er merkilegra fyrir suma en aðra. Treyja Messi, Aguero eða Ronaldo er sérstök fyrir nýjan eiganda, eitthvað sem hann getur sýnt barnabörnunum og sagt ,,Ég spilaði einu sinni gegn bestu leikmönnum allra tíma". Treyjan sem Maradona spilaði í þegar hann tók "hönd Guðs" er hluti af fótboltasögunni.
Meira »
mið 06.feb 2013 13:00
Aðsendir pistlar

Í Suður-Afríku fer nú fram Afríkukeppnin í knattspyrnu. Þó margir hafi eflaust ekki heyrt af henni áður er hún eldri en Evrópumótið í sömu íþrótt og á sér um margt áhugaverða sögu. Fyrsta Afríkukeppnin var til að mynda haldin árið 1957 og tóku þá aðeins þrjú lið þátt – Egyptaland, Súdan og Eþíópía. Egyptaland bar þá sigur úr býtum og hefur síðan unnið keppnina sex sinnum til viðbótar. Þrátt fyrir að vera sigursælasta lið hennar náði Egyptaland ekki að komast í keppnina síðustu tvö skipti. Í síðustu keppni vann Sambía sinn fyrsta Afríkutitil en þetta árið verða krýndir nýir meistarar. Afríkukeppnin snýst þó ekki aðeins um knattspyrnu.
Meira »
mið 06.feb 2013 08:00
Gunnar Örn Runólfsson

Vegna vináttulandsleiks Íslands og Rússlands á Marbella á Spáni í kvöld þá er tilvalið að gefa lesendum innsýn inn í stjórnunaraðferðir hins ítalska Fabio Capello sem stýrir landsliði Rússlands og glæstan árangur hans sem knattspyrnustjóra .
Meira »
þri 05.feb 2013 15:00
Jóhann Ólafur Sigurðsson
Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður Selfyssinga, skrifaði ritgerð um aðkomu og áhrif júgóslavneskra leikmanna á knattspyrnumenningu Íslands. Með hans leyfi birtum við hér hluta úr ritgerðinni þar sem fjallað er um þau áhrif sem júgóslavneskir leikmenn höfðu á lið ÍA.
Meira »