Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
KDA KDA
 
mið 05.jún 2013 11:05 Sigmundur Ó. Steinarsson
Hermann Gunnarsson - kóngurinn fallinn frá Einn mesti markvarðahrellir íslenskrar knattspyrnu, Hermann Gunnarsson, markakóngurinn mikli, er fallinn frá. Hermann varð bráðkvaddur í Tælandi, þar sem hann var í fríi, þriðjudaginn 4. júní. Meira »
þri 04.jún 2013 14:15 Elvar Geir Magnússon
Stígum upp sem fótboltaþjóð Ísland er ansi léleg fótboltaþjóð ef ekki verður setið í hverju einasta sæti Laugardalsvallar þegar landsliðið leikur við Slóveníu. Loksins eigum við lið sem skyndilega á möguleika á að komast á stórmót og leikurinn á föstudag er einn af úrslitaleikjunum. Meira »
fös 24.maí 2013 12:00 Sindri Snær Jensson
Best og verst klæddu þjálfararnir í Pepsi deildinni Greinin hér að neðan er fengin af vefsíðunni sindrijensson.com og birt með leyfi höfundar. Sindri Snær Jensson er höfundurinn en hann er sérstakur tískuráðgjafi Fótbolta.net. Meira »
mán 20.maí 2013 12:00 Aðsendir pistlar
Ofþjálfun - Sagan mín Hvað er ofþjálfun? Ofþjálfun er líkamlegt ástand sem á sér stað þegar magn og álag æfinga einstaklings fer umfram þeirra “recovery capacity” sem þýðir að líkaminn nær ekki þeirri endurheimt sem hann þarf á að halda. Það er hætta á framförum í sinni íþrótt og miklar líkur eru á því að þú byrjir að missa styrk . Ofþjálfun er algengt vandamál hjá þeim sem að stunda lyftingar, en það getur einnig komið fram hjá hlaupurum og öðrum íþróttamönnum. Samkvæmt skilgreiningu eru ofþjálfaðir íþróttamenn ekki að framkvæma á “venjulegi stigi” eða “venjulegu leveli” Hins vegar í flestum tilfellum eru engin skýr lífeðlisfræðileg skýring á slakri frammistöðu. Ofþjálfaðir íþróttamenn virðast yfirleitt vera meira eða minna eðlilegir ef tekið er mið af lífeðlisfræðilegum þáttum í tengslum við árangur (t.d. glycogen stigum, laktat stigum og VO2max sem er eitt helsta mælitæki í sterkustu deildum heims í knattspyrnu). Meira »
þri 14.maí 2013 11:15 Aðsendir pistlar
Um bolta og bækur Kolbrún Bergþórsdóttir vakti heldur betur upp umræðu á kaffistofum margra landsmanna þegar hún gagnrýndi einlæga aðdáendur Alex Fergusson í grein sinni: ,,Gamall maður hættir í vinnu“ sem birtist í Morgunblaðinu 13. maí s.l. Í lok greinarinnar bætir hún við að knattspyrna sé ,,heldur ómerkilegur leikur þeirra sem ekki nenna að lesa bækur“. Nú veit ég ekki hvort Kolbrún hefur horft á knattspyrnuleik eða íþróttaviðburð einhvern tímann á ævinni, ég geri samt fastlega ráð fyrir því. Því þegar Kolbrún segir að knattspyrna sé ómerkilegur leikur þá er hún í raun að segja að allar hópíþróttir séu ómerkilegar og fyrir alla þá sem hafa ekki ,,gáfur“ til þess að lesa bækur. Mig langar til þess að benda henni á að fyrir mörgum er þessi yndislega íþrótt list, já list. Meira »
þri 14.maí 2013 08:00 Ingibjörg Hinriksdóttir
Það kemur leikur eftir þennan leik Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þeim viðbrögðum sem verið hafa við ágætum pistli Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu. Meira »
mán 13.maí 2013 17:00 Aðsendir pistlar
Kæra Kolbrún, leyfðu mér að kveðja Tómas Ingi Doddason heiti ég og er United maður. Meira »
sun 12.maí 2013 07:00 Aðsendir pistlar
Leikgreining á leik Breiðabliks og Þórs Það verður seint sagt að hinn margumtalaða vorbrag hafi verið að finna á spilamennsku Breiðabliks í leiknum gegn Þór síðastliðinn sunnudag. Blikum hefur verið spáð toppbaráttu og miðað við frammistöðu liðsins á sunnudaginn eru þær spár á rökum reistar, þótt það verði að taka með í reikninginn að andstæðingurinn var ekki sá sterkasti. Meira »
þri 07.maí 2013 18:00 Gísli Gíslason
Hallærislegt hallæri? Samningar KSÍ og knattspyrnudómara um greiðslur fyrir framlag dómaranna hafa vakið athygli fjölmiðla og almennings. Því er haldið fram að konur séu settar skör lægra en karlar í launatöflu dómara, sem ekki standist nein jafnréttisviðhorf. Meira að segja hafa borist kveðjur úr röðum atvinnustjórnmálamanna með kröfum um breytingar á slíku „hallærisfyrirkomulagi“ og það strax. Efni standa til að fara áeinum orðum um málið. Meira »
lau 04.maí 2013 11:45 Tómas Meyer
Gleðilegt fótboltasumar! Gleðilegt fótboltasumar lesandi góður. Mikið er nú skemtilegur tími í vændum hjá okkur sem höfum gaman að íslenska boltanum. Langur dimmur en samt svo ágætur vetur að baki og nú tekur gleðin öll völd. Ég er alveg viss um að sumarið í sumar verði skemmtilegt og heillandi. Meira »
fös 03.maí 2013 11:30 Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Úr ofþjálfun yfir í Grænmeti Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður Hönefoss og íslenska landsliðsins, ritaði neðangreindan pistil á heimasíðu sína arnoradalsteins.is. Pistillinn hér að neðan er birt með góðfúslegu leyfi Arnórs. Meira »
fös 12.apr 2013 06:00 Heiðar Birnir Torleifsson
Boltinn er miðpunktur Það þarf margt til að ná árangri sem knattspyrnumaður. Fyrst og síðast þarf leikmaður að búa yfir góðri færni þ.e. vera góð(ur) í fótbolta. Til þess að vera góð(ur) í fótbolta þarf endalausar æfingar, og ekki er nóg að æfa endalaust. Það þarf að æfa RÉTT. Meira »
fim 11.apr 2013 11:30 Sindri Snær Jensson
David Beckham, þvílíkur maður Greinin hér að neðan er fengin af vefsíðunni sindrijensson.com og birt með leyfi höfundar. Meira »
fös 05.apr 2013 13:00 Sindri Snær Jensson
Greinin hér að neðan er fengin af vefsíðunni sindrijensson.com og birt með leyfi höfundar. Meira »
lau 30.mar 2013 16:10 Þórir Hákonarson
Að hafa rangt við Eftirfarandi var haft eftir forseta UEFA, Michel Platini, í viðtali ekki alls fyrir löngu „If tomorrow, we go watch a game already knowing the outcome, football is dead,"

Platini lét hafa þessi orð eftir sér í tengslum við eitt mesta vandamálið sem knattspyrnan stendur frammi fyrir, þ.e. hagræðingu úrslita. Þessi orð geta þó átt við í fleiri tilfellum því miður. Meira »
þri 26.mar 2013 18:30 Magnús Valur Böðvarsson
Erlendir leikmenn og Lengjubikar Mikið er rætt um stöðu Lengjubikarsins þessa daga þar sem það hefur gerst ítrekað að lið hafa notað ólöglega leikmenn sem eru til reynslu hjá félögunum. Meira »
þri 26.mar 2013 17:00 Jóhann Ólafur Sigurðsson
Ejub er kennari Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður Selfyssinga, skrifaði ritgerð um aðkomu og áhrif júgóslavneskra leikmanna á knattspyrnumenningu Íslands. Með hans leyfi birtum við hér hluta úr ritgerðinni þar sem fjallað er um Ejub Purisevic og þjálfun hans hjá Sindra og Víkingi Ólafsvík.

Ejub stýrði Víkingi Ólafsvík upp í Pepsi-deildina í fyrra og verður spennandi að sjá liðið í deild þeirra bestu.
Meira »
mán 25.mar 2013 17:00 Magnús Valur Böðvarsson
Spennandi leikmenn í Championship deildinni Enska úrvalsdeildin er sú deild sem flestir Íslendingar eru að fókusera á og horfa mest á. Í næst efstu deild á Englandi, Championship deildinni, má hinsvegar finna marga efnilega og góða stráka sem liðin í úrvalsdeildinni fylgjast náið með og reyna að fá til sín fyrir hvað minnstan pening. Meira »
lau 23.mar 2013 08:30 Elvar Geir Magnússon
76 daga bið











Leikmenn íslenska landsliðsins hafa yfirgefið Lúbljana eftir að hafa náð að skila verkefninu frá sér með því að innbyrða þrjú stig í æsispennandi en ansi kaflaskiptum leik. Meira »
fös 22.mar 2013 09:10 Elvar Geir Magnússon
Slóvenar leita enn að besta leikkerfinu











Fjölmiðlar í Slóveníu tala réttilega um leikinn í kvöld gegn Íslandi sem algjöran lykilleik fyrir liðið upp á framhaldið í riðlinum. Ekkert annað en sigur komi til greina. Meira »