Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   fim 11. apríl 2013 11:30
Sindri Snær Jensson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
David Beckham, þvílíkur maður
Sindri Snær Jensson
Sindri Snær Jensson
Beckham með boltann á tánum.
Beckham með boltann á tánum.
Mynd: Getty Images
Mynd:
Mynd:
Greinin hér að neðan er fengin af vefsíðunni sindrijensson.com og birt með leyfi höfundar.Mér þykir það vel við hæfi að heiðra David Beckham með færslu í dag. Í gærkvöldi horfði ég á Beckham og félaga í PSG falla úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tvo jafnteflis leiki gegn Barcelona. Ég er ekki mjög hrifinn af frasanum “What a Man” sem er mjög vinsæll þessa dagana en þegar David Beckham á í hlut skiptir það engu andskotans máli, þvílíkur maður. Hann gerði á dögunum fimm mánaða samning við PSG um að leika með liðinu og gefur laun sín sem eru talin að andvirði einni milljón punda (183 milljónir ISK) til góðgerðarmála tengdum börnum í París.

David Robert Joseph Beckham er fæddur 2. maí 1975. Á löngum og farsælum ferli hefur Beckham leikið með Manchester United,Preston North End, Real Madrid, LA Galaxy,AC Milan & PSG ásamt því að veraleikjahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 115 leiki á bakinu, þar af 58 leiki sem fyrirliði. Beckham hefur tvisvar verið í öðru sæti í vali FIFA á knattspyrnumanni ársins í heiminum. Beckham hefur unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum með United, FA bikarinn tvisvar og Meistaradeildina eftirminnilega 1999 í Munchen. Þar að auki varð Beckham spænskur meistari með Real Madrid á síðasta ári sínu hjá félaginu 2007. Síðast en ekki síst varð Beckham meistari með LA Galaxy 2011 & 2012 og kvaddi Bandaríkin með stæl.

David Beckham gekk í það heilaga ásamt Victoriu “Posh Spice” Adams í kastala á Írlandi árið 1999. Í brauðkaupinu voru hvorki fleiri né færri en 437 starfsmenn og bakvörðurinn Gary Neville tók að sér hlutverk svaramanns. Victoria tók að sjálfsögðu upp Beckham nafnið og saman eiga þau fjögur börn, þrjá syni þá Brooklyn Joseph (1999), Romeo James (2002),Cruz David (2005) og eina dóttur Harper Seven (2011).

Eitt sem ég vissi ekki um Becks er að hann er haldinn áráttu-þráhyggjuröskun (obsessive compulsive disorder) sem lýsir sér þannig að hann vill hafa allt í beinum línum eða pörum. Victoria segir: “If you open our fridge, it’s all co-ordinated down either side. Everything is symmetrical. If there’s three cans, he’ll throw one away because it has to be an even number.”

Beckham er sennilega einhver þekktasti maður heims og er svo sannarlega “Style Icon” eða tískufyrirmynd eins og ég þýði það. Ef maður skoðar gamlar myndir af Becks þá er hann í ruglinu þannig séð, alltaf með nýjar skrýtnar hárgreiðslur, í útvíðum buxum, netabolum og fleira sem í dag myndi teljast út úr kortinu en það er bara þannig maður sem Beckham er,“Man of Fashion”. Hann hefur alltaf verið óhræddur við að prufa sig áfram og þar af leiðandi gera mistök. Þannig hefur hann þróað sinn stíl og er óhætt að segja að hann er í dag einhver best klæddi og áhrifamesti maður í heimi.

“Every haircut I’ve had has been good at the time. I feel happy to express myself.”

“My most important style rule? Be comfortable. But if you’re buying a suit, the cut and fit have to be perfect.”

“The most common style mistake men make is wearing the wrong shoes.”

“Every man should have Jay-Z, Dean Martin and Coldplay on his iPod.”


Þessi grein átti upphaflega að samanstanda mest af myndum en einhverra hluta vegna endaði þetta meira í ritgerðarformi og upptalningu. En látum þó mynda seríu fylgja því maðurinn er jú stórglæsilegur.
Athugasemdir
banner
banner
banner