Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
KDA KDA
 
þri 20.nóv 2012 15:00 Sam Tillen
Land tækifæranna? Hvað ákveður þjóðerni þitt? Þetta er spurning sem verður alltaf meira og meira áberandi í heimsfótboltanum. Heimurinn er að verða 'minni.' Fólk flytur og festir rætur í nýjum löndum. Englandi er nú lýst sem 'fjölmenningarsamfélagi' sem er opið fyrir alla og öll trúarbrögð. Fótboltalandsliðið endurspeglar þetta. Síðan að Viv Anderson braut ísinn árið 1978 þegar hann varð fyrsti svarti leikmaðurinn til að spila fyrir enska landsliðið hafa margir leikmenn af ýmsum þjóðarbrotum spilað fyrir hönd ljónanna þriggja. Eftir reglubreytingar erum við að sjá leikmenn spila með landsliði vegna búsetu. Við sjáum leikmenn sem eiga engin ættartengsl spila með landsliði sem er ekki 'þeirra eigin.' Meira »
mið 14.nóv 2012 07:00 Birgir Freyr Ragnarsson
Versti díll sögunnar í kjölfarið á þeim besta? Í janúar árið 2011 var Fernando Torres seldur frá Liverpool til Chelsea fyrir 50 milljónir punda, félagsskiptin komu Torres í sögubækurnar fyrir að vera dýrasti spænski leikmaður sögunnar og einnig dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Meira »
fim 08.nóv 2012 15:00 Magnús Már Einarsson
Múrari markahæstur í Championship Charlie Austin, framherji Burnley, hefur farið á kostum í ensku Championship deildinni á þessu tímabili. Austin er markahæsti leikmaðurinn í deildinni með 16 mörk í 14 leikjum en hann hefur skorað samtals 20 mörk í öllum keppnum.

Þessi 23 ára gamli leikmaður á hins vegar allt annan feril í fótboltanum en flestir atvinnumenn á Englandi því þegar hann var tvítugur starfaði hann sem múrari og atvinnumennskan virtist vera fjarlægur draumur. Meira »
þri 30.okt 2012 08:00 Elvar Geir Magnússon
Heróín-dómarinn frá Ekvador Byron Moreno er nafn sem hefur skotist upp í umræðuna á Ítalíu eftir skandalinn á Stadio Angelo Massimino á sunnudag. Moreno er frægasti spillti dómari sögunnar en hann situr nú bak við lás og slá. Meira »
mán 29.okt 2012 19:30 Kristján Atli Ragnarsson
Dónaskapur og dómgæsla Ég er orðinn þreyttur á enskri knattspyrnu.

Kannski er það að hluta til eðlilegt. Ég og Einar Örn stofnuðum Kop.is fyrir átta og hálfu ári og síðan þá hefur rekstur hennar tekið hluta af hverjum degi hjá mér. Ég hef alltaf verið harður Púllari og eytt tíma í að lesa um og fylgja mínu liði og fylgjast almennt með enska boltanum en síðan Kop.is fór í loftið hef ég fylgst nánast yfir mig mikið með enskri knattspyrnu. Meira »
mán 29.okt 2012 16:30 Aðsendir pistlar
Laugardalsvöllur: Þjóðarskömm eða þjóðarstolt? Við viljum byrja á því að óska stelpunum í landsliðinu til hamingju með frábæran sigur í síðustu viku. Það var virkilega gaman að vera á vellinum og sjá þær leggja Úkraínu af velli og tryggja sig inn á EM á næsta ári, vel studdar af 6.647 áhorfendum. Áfram Ísland! Meira »
mið 24.okt 2012 10:20 Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Þú getur breytt heiminum Kæri fótboltaunnandi,

Í dag ætlar þú að hjálpa mér að breyta heiminum...

Ég heiti Siggi Raggi og þjálfa A-landslið kvenna í knattspyrnu. Meira »
fös 19.okt 2012 08:00 Jón Jónsson og Brynjar Á. Guðmundsson
Meistari Dúndór Ágætu fótboltaunnendur.

Af einhverjum skrýtnum ástæðum vorum undirritaðir beðnir um að útbúa eftirfarandi pistil. Kannski ástæðan sé sú að stjórnendur síðunnar vilji fá sumarið uppgert frá sjónarhorni bekkjarins. En vissulega lögðu við hart að okkur á æfingum og uppskárum einn gullpening og frían miða á ball með Buffinu Júlla. Meira »
mið 17.okt 2012 08:00 Sverrir Ingi Ingason
Þegar búið var að telja upp úr pokanum Tímabilið hjá okkur Blikum þetta árið endaði frábærlega ef svo má að orði komast. Kannski segja sumir að það sé skrýtið að menn séu sáttir við það að vera númer 2 , en þegar á heildina er litið þá vita það allir sem fylgdust með Pepsi-deildinni í sumar að FH voru einfaldlega miklu betri en öll hin liðin og vil ég fyrir hönd liðsins óska Guðmanni Þóris góðvini mínum og liðsfélögum hans til hamingju með titilinn í ár. Meira »
þri 16.okt 2012 09:00 Þórarinn Ingi Valdimarsson
3. sætið all over again Nýtt tímabil hjá okkur í ÍBV byrjar, allir mæta klárir í undirbúningstímabil með flottar væntingar fyrir komandi átök. Eins og alþjóð veit þá tók Magnús Gylfason við liðinu af Heimir "landsliðs" Hallgrímssyni. Meira »
þri 16.okt 2012 08:00 Benedikt Bóas Hinriksson
RÚV í ruglinu RÚV hefur ákveðið að gefa skít í íslenska landsliðið.

Í dag leiðir Grétar Rafn liðið til leiks í einum mikilvægasta leik landsliðsins í langan tíma. Það er ekki á hverjum degi sem það er toppslagur í Dalnum. Blaðamenn hafa verið duglegir að dreifa boðskapnum enda hafa strákarnir óskað eftir fullum velli.

Allir nema RÚV hafa birt viðtöl við strákana. Allir nema RÚV mættu á blaðamannafundina. Allir nema RÚV hafa verið að peppa strákana enda ljóst að við ramman reip verður að draga í kvöld. Meira »
mán 15.okt 2012 08:47 Guðmundur Reynir Gunnarsson
Skin og skúrir Tímabilið hjá KR í sumar einkenndist af hæðum og lægðum. Hápunktur tímabilsins var bikarmeistaratitillinn, annað árið í röð, en lokum tímabilsins getum við ekki verið stoltir af. Meira »
lau 13.okt 2012 15:40 Elvar Geir Magnússon
Lærdómur í Tirana Gærdagurinn var heldur betur annasamur en endirinn var eins og í Disney-mynd og íslenska landsliðið sótti þrjú stig á erfiðan útivöll í Albaníu.

Umræðan fyrir leikinn snérist þó aðallega að ansi óheppilegum ummælum Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða, þar sem hann lét út úr sér að í Albaníu væru mestmegnis glæpamenn. Meira »
lau 13.okt 2012 12:00 Aðsendir pistlar
Arsenal klúbburinn á Íslandi 30 ára 15. október árið 1982 stofnuðu austur á Selfossi, undirritaður og Hilmar Hólmgeirsson nú bílasali í Reykjavík stuðningsmannaklúbb Arsenal á Íslandi með þann tilgang að gefa út fréttablöð, útvega aðdáendum Arsenalvarning og standa fyrir ferðum á leiki Arsenal til Englands. Meira »
lau 13.okt 2012 10:00 Magnús Már Einarsson
Strákarnir eiga skilið fullan Laugardalsvöll Eftir að hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að sjá Ísland vinna magnaðan 2-1 útisigur á Albaníu í gær get ég ekki beðið eftir leiknum gegn Svisslendingum á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudagskvöld.

Baráttuandinn og samstaðan í íslenska liðinu var mögnuð í gær og leikmenn létu hluti utan vallar ekki hafa nein áhrif á sig. Það að vinna Albaníu á útivelli er mjög gott afrek en að gera það í þessum erfiðu aðstæðum í gær er hreint út sagt stórkostlegt. Meira »
fös 12.okt 2012 09:00 Jóhann Laxdal
Jafntefliskóngar Við Stjörnumenn lögðum af stað í ævintýri þetta tímabil og byrjaði það með klassísku eyðimerkur undirbúningstímabili og snjórinn og góða veðrið lék með okkur hægri vinstri öllum til mikillar gleði. Meira »
fim 11.okt 2012 08:00 Arnar Már Guðjónsson
Prúðir nýliðar Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að ÍA en Arnar Már Guðjónsson gerir upp sumarið þeirra í pistli hér að neðan. Meira »
mið 10.okt 2012 12:00 Árni Freyr og Magnús Þórir
Bjarni var okkur sem faðir Við fengum það göfuga verkefni að skrifa pistil um þetta fallega fótboltasumar og gleði-mánuðina þar á undan. Við vildum að sjálfsögðu ekki segja nei því betra er að vera í náðinni hjá fjölmiðlamönnum landsins. Meira »
þri 09.okt 2012 11:00 Sindri Snær Jensson
Aðeins eitt jafntefli Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að Val en markvörðurinn Sindri Snær Jensson gerir upp sumarið þeirra í pistli hér að neðan. Meira »
mán 08.okt 2012 14:20 Aðsendir pistlar
Íslenskir „fótboltasérfræðingar“ Það er algengur siður í íslenskum fótboltaspjallþáttum að hafa einn þáttarstjórnanda, sem umkringir sig svo með nokkrum fótboltasérfræðingum. Þessir sérfræðingar gefa álit sitt á komandi sem og liðna leiki og túlka þá svo líkt og sérfræðingum einum er lagið. Meira »