mið 30.jan 2013 09:00
Hafliði Breiðfjörð

Í október á síðasta ári fékk ég að fylgja stuðningsmannaklúbbi Arsenal til London til að sjá leik í ensku úrvalsdeildinni. Ferðin var einstök fyrir það að 240 stuðningsmenn liðsins voru með í för á Emirates leikvangnum á leikdeginum. En það var ekki bara leikurinn, heldur svo miklu meira sem gerði þessa ferð ógleymanlega fyrir alla Íslendingana sem ákváðu að skella sér.
Neðst í pistlinum má sjá fjölda mynda úr ferðinni.
Meira »
fim 17.jan 2013 15:15
Elvar Geir Magnússon

Komum okkur bara beint að efninu: Það er kominn tími til að gerð verði önnur tilraun til að festa Bundesliguna í sessi í íslensku sjónvarpi.
Langt er síðan þýski boltinn var í boði á íslenskri sjónvarpsstöð. Ástæðan fyrir því að hann var tekinn af dagskrá er væntanlega sú sama og með flest annað sjónvarpsefni sem hverfur af skjánum. Efnið dýrt og áhorfið ekki í samræmi við verðið.
Meira »
mán 17.des 2012 16:30
Magnús Valur Böðvarsson

Mikið hefur verið rætt á undanförnu um framtíð Arons Jóhannssonar leikmanns AGF en eins og flestir vita hefur hann möguleika á að velja á milli íslenska landsliðsins og þess bandaríska þar sem hann er fæddur þar. Hann stendur því frammi fyrir því gífurlega erfiða vali að þurfa að velja þar á milli. Fari svo að hann velji að spila fyrir Bandaríska landsliðið, spili einn æfingaleik þá á hann enga möguleika á að spila fyrir Ísland í náinni framtíð þar sem hann á landsleik að baki fyrir hitt landsliðið.
Meira »
fös 07.des 2012 19:30
Aðsendir pistlar

Umræðan um kvennaknattspyrnu hefur aðeins verið í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins hefur m.a. haldið þessari umræðu á lofti, ásamt fleirum. Aðkoma mín að þessum málaflokki kemur m.a. í gegnum stjórnmálafræðinámið mitt og ýmis félagsstörf. Þar hef ég m.a. kynnt mér umhverfið fyrir knattspyrnuiðkun með sérstöku tilliti til kynja.
Meira »
fim 06.des 2012 15:00
Aðsendir pistlar

Ég er áhugamaður um knattspyrnu og ber virðingu fyrir öllum þeim sem vilja stunda íþróttina. Knattspyrna er hjartfólgin svo ægi mörgum og knattspyrnan á sér svo margar fallegar myndir. Heimurinn er jafnvel sameinaður í ást sinni á leiknum. Svo til allir geta spilað leikinn á einn eða annan hátt.
Meira »
mið 05.des 2012 16:30
Elvar Geir Magnússon

Sveitasetrið La Masia var byggt árið 1702. Það var svo 252 árum síðar sem fótboltafélagið Barcelona keypti La Masia sem í dag orðið frægt nafn í fótboltaheiminum enda samheiti yfir akademíu félagsins og þaðan hafa margir af bestu leikmönnum heims komið.
Meira »
mið 28.nóv 2012 08:30
Ásmundur Haraldsson

Mér finnst umræða Vöndu Sigurgeirsdóttur nú nýverið í fjölmiðlum um að „banna getuskiptingu“ einsleit og hallar mjög á okkur knattspyrnuþjálfarana sem að teljum okkur vera að sinna okkar starfi vel og af einhug.
Meira »
fim 22.nóv 2012 13:45
Elvar Geir Magnússon

Þegar ég skrifaði frétt upp úr Daily Mail á þriðjudagskvöldinu síðasta hélt ég að um væri að ræða enn eitt bullið í ensku pressunni. Rafa Benítez var orðaður við Chelsea. Innan við sólarhring síðar var Spánverjinn kominn með penna í hendurnar og skrifaði undir.
Meira »
þri 20.nóv 2012 15:00
Sam Tillen

Hvað ákveður þjóðerni þitt? Þetta er spurning sem verður alltaf meira og meira áberandi í heimsfótboltanum. Heimurinn er að verða 'minni.' Fólk flytur og festir rætur í nýjum löndum. Englandi er nú lýst sem 'fjölmenningarsamfélagi' sem er opið fyrir alla og öll trúarbrögð. Fótboltalandsliðið endurspeglar þetta. Síðan að Viv Anderson braut ísinn árið 1978 þegar hann varð fyrsti svarti leikmaðurinn til að spila fyrir enska landsliðið hafa margir leikmenn af ýmsum þjóðarbrotum spilað fyrir hönd ljónanna þriggja. Eftir reglubreytingar erum við að sjá leikmenn spila með landsliði vegna búsetu. Við sjáum leikmenn sem eiga engin ættartengsl spila með landsliði sem er ekki 'þeirra eigin.'
Meira »
mið 14.nóv 2012 07:00
Birgir Freyr Ragnarsson

Í janúar árið 2011 var Fernando Torres seldur frá Liverpool til Chelsea fyrir 50 milljónir punda, félagsskiptin komu Torres í sögubækurnar fyrir að vera dýrasti spænski leikmaður sögunnar og einnig dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Meira »
fim 08.nóv 2012 15:00
Magnús Már Einarsson

Charlie Austin, framherji Burnley, hefur farið á kostum í ensku Championship deildinni á þessu tímabili. Austin er markahæsti leikmaðurinn í deildinni með 16 mörk í 14 leikjum en hann hefur skorað samtals 20 mörk í öllum keppnum.
Þessi 23 ára gamli leikmaður á hins vegar allt annan feril í fótboltanum en flestir atvinnumenn á Englandi því þegar hann var tvítugur starfaði hann sem múrari og atvinnumennskan virtist vera fjarlægur draumur.
Meira »
þri 30.okt 2012 08:00
Elvar Geir Magnússon

Byron Moreno er nafn sem hefur skotist upp í umræðuna á Ítalíu eftir skandalinn á Stadio Angelo Massimino á sunnudag. Moreno er frægasti spillti dómari sögunnar en hann situr nú bak við lás og slá.
Meira »
mán 29.okt 2012 19:30
Kristján Atli Ragnarsson

Ég er orðinn þreyttur á enskri knattspyrnu.
Kannski er það að hluta til eðlilegt. Ég og Einar Örn stofnuðum Kop.is fyrir átta og hálfu ári og síðan þá hefur rekstur hennar tekið hluta af hverjum degi hjá mér. Ég hef alltaf verið harður Púllari og eytt tíma í að lesa um og fylgja mínu liði og fylgjast almennt með enska boltanum en síðan Kop.is fór í loftið hef ég fylgst nánast yfir mig mikið með enskri knattspyrnu.
Meira »
mán 29.okt 2012 16:30
Aðsendir pistlar

Við viljum byrja á því að óska stelpunum í landsliðinu til hamingju með frábæran sigur í síðustu viku. Það var virkilega gaman að vera á vellinum og sjá þær leggja Úkraínu af velli og tryggja sig inn á EM á næsta ári, vel studdar af 6.647 áhorfendum. Áfram Ísland!
Meira »
mið 24.okt 2012 10:20
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Kæri fótboltaunnandi,
Í dag ætlar þú að hjálpa mér að breyta heiminum...
Ég heiti Siggi Raggi og þjálfa A-landslið kvenna í knattspyrnu.
Meira »
fös 19.okt 2012 08:00
Jón Jónsson og Brynjar Á. Guðmundsson

Ágætu fótboltaunnendur.
Af einhverjum skrýtnum ástæðum vorum undirritaðir beðnir um að útbúa eftirfarandi pistil. Kannski ástæðan sé sú að stjórnendur síðunnar vilji fá sumarið uppgert frá sjónarhorni bekkjarins. En vissulega lögðu við hart að okkur á æfingum og uppskárum einn gullpening og frían miða á ball með Buffinu Júlla.
Meira »
mið 17.okt 2012 08:00
Sverrir Ingi Ingason

Tímabilið hjá okkur Blikum þetta árið endaði frábærlega ef svo má að orði komast. Kannski segja sumir að það sé skrýtið að menn séu sáttir við það að vera númer 2 , en þegar á heildina er litið þá vita það allir sem fylgdust með Pepsi-deildinni í sumar að FH voru einfaldlega miklu betri en öll hin liðin og vil ég fyrir hönd liðsins óska Guðmanni Þóris góðvini mínum og liðsfélögum hans til hamingju með titilinn í ár.
Meira »
þri 16.okt 2012 09:00
Þórarinn Ingi Valdimarsson

Nýtt tímabil hjá okkur í ÍBV byrjar, allir mæta klárir í undirbúningstímabil með flottar væntingar fyrir komandi átök. Eins og alþjóð veit þá tók Magnús Gylfason við liðinu af Heimir "landsliðs" Hallgrímssyni.
Meira »
þri 16.okt 2012 08:00
Benedikt Bóas Hinriksson

RÚV hefur ákveðið að gefa skít í íslenska landsliðið.
Í dag leiðir Grétar Rafn liðið til leiks í einum mikilvægasta leik landsliðsins í langan tíma. Það er ekki á hverjum degi sem það er toppslagur í Dalnum. Blaðamenn hafa verið duglegir að dreifa boðskapnum enda hafa strákarnir óskað eftir fullum velli.
Allir nema RÚV hafa birt viðtöl við strákana. Allir nema RÚV mættu á blaðamannafundina. Allir nema RÚV hafa verið að peppa strákana enda ljóst að við ramman reip verður að draga í kvöld.
Meira »
mán 15.okt 2012 08:47
Guðmundur Reynir Gunnarsson

Tímabilið hjá KR í sumar einkenndist af hæðum og lægðum. Hápunktur tímabilsins var bikarmeistaratitillinn, annað árið í röð, en lokum tímabilsins getum við ekki verið stoltir af.
Meira »