Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 13. ágúst 2014 10:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 11. sæti: West Ham
Lokastaða síðast: 13. sæti
Enski upphitun
Andy Carroll er lykilmaður West Ham.
Andy Carroll er lykilmaður West Ham.
Mynd: Getty Images
Stóri Sam Allardyce.
Stóri Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Winston Reid, leikmaður West Ham.
Winston Reid, leikmaður West Ham.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. West Ham er spáð 11. sæti deildarinnar en margir Íslendingar halda með liðinu.

Um liðið: Það var fyndið að vera á Boylen Ground síðasta tímabil þar sem háloftaboltar voru í aðalhlutverki. Númer eitt var að halda hreinu og svo var reynt að lauma inn eins og einu marki. Eigendur félagsins funduðu með knattspyrnustjóranum og nú er lofað meiri sóknarbolta. Með Andy Carroll í fremstu víglínu er þó ljóst að boltinn verður mikið í loftinu.

Stjórinn: Stóri Sam Allardyce
Stóri Sam fékk baul frá stuðningsmönnum á síðasta tímabili vegna leikstílsins sem einkennist að því fyrst og fremst að tapa ekki. Það er pressa á stjóranum að bjóða upp á fallegri fótbolta en síðasta tímabil.

Styrkleikar: Verjast, verjast og verjast. Winson Reid, James Tomkins og James Collins gerðu allir góða hluti á síðasta tímabili.

Veikleikar: Markaskorun er stórt vandamál hjá West Ham. Sex leikir liðsins á síðasta tímabili enduðu með markalausu jafntefli. Ef liðið hefði náð einu marki í hverjum þessara leikja hefði að endað þremur stigum ofar.

Talan: 8
Fjöldi Englendinga sem skoruðu fyrir West Ham á síðasta tímabili. Fleiri en hjá nokkru öðru liði.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Vera fjölbreyttari í sínum leikstíl.

Verður að gera betur: Auglýst er eftir markaskóm Andy Carroll. Háum fjárhæðum hefur verið eytt í leikmanninn sem þarf að skila meiru.

Lykilmaður: Andy Carroll
Þar til West Ham kaupir aftur stórstjörnu á borð við Carlos Tevez þá verða miklar væntingar til Andy Carroll. Þessi stóri og stæðilegi sóknarmaður hefur loksins hrist af sér meiðslin og þarf nú að sýna hvað hann getur. Hann þarf að sýna að Roy Hodgson gerði mistök með því að velja sig ekki í hópinn fyrir HM í Brasilíu.

Komnir:
Aaron Cresswell frá Ipswich Town
Carl Jenkinson frá Arsenal á láni
Cheikhou Kouyate frá Anderlecht
Diego Poyet frá Charlton Athletic
Enner Valencia frá Pachuca
Mauro Zarate frá Velez Sarsfield

Farnir:
Joe Cole til Aston Villa
Jack Collison til Wigan Athletic
Matthew Taylor til Burnley

Þrír fyrstu leikir: Tottenham (h), Crystal Palace (ú) og Southampton (h)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11. West Ham 92 stig
12. Crystal Palace 91 stig
3. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner