Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   fim 15. nóvember 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar: Þjóðadeildin má fara - EM 'all the way'
Icelandair
Aron spilaði 90 mínútur.
Aron spilaði 90 mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með hvernig skipulagið var á liðinu í ljósi aðstæðna," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland var án 11 leikmanna í kvöld. Alfreð Finnbogason átti að byrja leikinn en hann meiddist í upphitun.

„Menn hafa verið að tínast úr hóp, meiðast í upphitun, Höddi meiðist eftir 20 mínútur en klárar leikinn. Ég veit ekki hvernig er hægt að lýsa því hversu óheppnir við erum búnir að vera en við erum ekkert að skýla okkur á bak við það, menn komu inn og gerðu sitt. Ég er virkilega ánægður með strákana sem komu inn í þetta."

Lestu um leikinn: Belgía 2 -  0 Ísland

„Við sýndum einbeitingarleysi tvisvar í þessum leik og þeir refsa. Það sýnir hversu góðir Belgarnir eru. Í seinna markinu tapa ég boltanum á miðjunni, búmm þeir eru komnir fram og skora. Þetta sýnir gæðin hjá Belgunum."

„Við fengum færi til að jafna í stöðunni 1-0, þá hefði þetta verið allt annar leikur."

Leikmenn eins og Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu að spila í kvöld. Þetta eru efnilegir leikmenn sem eiga framtíð fyrir sér í þessu liði.

„Þeir voru sprækir, þeir voru óhræddir. Þetta sýnir að þeir eru klárir þegar að því kemur. Þeir eru með varnarvinnuna á hreinu og voru að skila sínu verki 100%. Það er virkilega jákvætt."

„Svo voru margir leikmenn að spila sem ekki hafa verið að spila mikið. Ég er virkilega ánægður að sjá hvað menn voru með verkin sín á hreinu eftir svona stuttan tíma með landsliðinu."

Ísland fellur niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið endar án stiga og með markatöluna 1:13 í þessum riðli. Næst á dagskrá er undankeppni EM á næsta ári.

„Þjóðadeildin má bara fara, ég ætla ekki að blóta. Auðvitað eftir á, þegar við erum búnir að tapa þessum leikjum þá má Þjóðadeildin bara fara en við hefðum auðvitað getað gert betur."

„Samt sem áður getum við líka tekið eitthvað jákvætt úr þessu. Við fengum inn leikmenn sem ekki hafa spilað marga keppnisleiki gegn sterkum þjóðum eins og Belgum. Það er jákvætt, en EM 'all the way'," sagði Aron.

Fyrirliðinn mun ekki spila gegn Katar í vináttulandsleik á mánudaginn en hann verður áfram með liðinu. „Ég sé ykkur í Eupen," sagði Aron að lokum.

Viðtalið við hann er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner