Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 01. mars 2021 15:13
Magnús Már Einarsson
Bellerín til Barcelona ef Laporta verður kosinn
Hector Bellerín, bakvörður Arsenal, mun ganga til liðs við Barcelona ef að Joan Laporta verður kosinn forseti félagsins.

The Mirror greinir frá þessu í dag en Bellerín ku hafa gert samkomulag við Laporta þess efnis.

Góðar líkur eru taldar á að Arsenal selji Bellerín í sumar eftir tíu ára dvöl hjá félaginu.

PSG hefur einnig sýnt Bellerín áhuga en leikmaðurinn hefur hins vegar taugar til Barcelona.

Bellerín lék í yngri flokkum Barcelona áður en hann fór til Arsenal en hann á 232 leiki að baki með enska félaginu.
Athugasemdir