Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. júlí 2020 18:41
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið West Ham og Chelsea: Abraham og Pulisic byrja
Mynd: Getty Images
Það styttist í upphafsflautið á Lundúnaslag þar sem West Ham tekur á móti Chelsea á London Stadium.

Bæði lið eru í mikilli baráttu á lokakafla deildartímabilsins og er því hægt að búast við hörkuleik. Heimamenn í West Ham þurfa stig í fallbaráttunni á meðan Chelsea liggur undir þungri pressu í Meistaradeildarbaráttunni, þar sem Manchester United er á fleygiferð í næsta sæti fyrir neðan.

David Moyes gerir tvær breytingar á byrjunarliði Hamranna sem tapaði gegn Tottenham í síðustu umferð. Manuel Lanzini tekur stöðu Mark Noble framarlega á miðjunni og kemur Angelo Ogbonna aftur inn í varnarlínuna fyrir Fabian Balbuena.

Chelsea hefur verið að gera frábæra hluti að undanförnu og fá Tammy Abraham og Christian Pulisic báðir sæti í byrjunarliðinu. Abraham hefur verið frá vegna meiðsla og er að byrja sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í fimm mánuði.

Chelsea er tveimur stigum fyrir ofan Man Utd í baráttunni um fjórða sætið.

West Ham: Fabianski, Fredericks, Diop, Ogbonna, Cresswell, Rice, Soucek, Fornals, Bowen, Lanzini, Antonio
Varamenn: Randolph, Johnson, Balbuena, Wilshere, Lewis, Yarmolenko, Anderson, X. Silva, Ajeti

Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Rüdiger, Christensen, Alonso, Kante, Kovacic, Barkley, Willian, Abraham, Pulisic
Varamenn: Caballero, Zouma, James, Jorginho, Gilmour, Mount, Loftus-Cheek, Hudson-Odoi, Giroud
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner