Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. september 2022 00:24
Brynjar Ingi Erluson
Lærisveinar Brynjars úr leik í bikarnum - Fyrsta tap Arons Einars
Lærisveinar Brynjars spila ekki meira í bikarnum
Lærisveinar Brynjars spila ekki meira í bikarnum
Mynd: Guðmundur Svansson
Brynjar Björn Gunnarsson og hans menn í Örgryte er úr leik í sænska bikarnum í ár eftir að hafa tapað 3-1 í forkeppnina fyrir riðlakeppnina.

Það voru ekki margir Íslendingar sem tóku þátt í forkeppninni í dag og fengu nokkrir mikilvæga hvíld.

Davíð Kristján Ólafsson var ekki í hópnum hjá Kalmar sem vann Tvaaker, 2-0.

Böðvar Böðvarsson var á bekknum hjá Trelleborg sem vann Gauthiod, 2-0. Hann kom ekki við sögu.

Oskar Sverrisson var ekki í hóp hjá Varberg sem vann 4-0 sigur á Ljungskile. Valgeir Valgeirsson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Örebro á Vasalund. Axel Óskar Andrésson var hvíldur.

Alex Þór Hauksson er úr leik í bikarnum eftir 1-0 tap Östers gegn Trollhättan.

Fyrsta tap Arons

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn í 3-0 tapi Al Arabi gegn Al-Duhail. Þetta var fyrsta tap Al Arabi í deildinni á þessu tímabili en liðið er þrátt fyrir það í efsta sæti Ofurdeildarinnar í Katar.

Patrik Sigurður Gunnarsson spilaði allan leikinn í marki Viking er liðið tapaði óvænt fyrir Kristiansund, 2-1, í norsku úrvalsdeildinni, en Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki með Kristiansund.

Viking er í 6. sæti með 29 stig en Kristiansund í neðsta sæti með 10 stig.
Athugasemdir
banner