Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. september 2022 10:42
Elvar Geir Magnússon
Watford hafnaði tilboði Everton - Rose frjáls ferða sinna
Mynd: Getty Images
Evrrton gerði formlegt tilboð í Joao Pedro í gær en Watford hafnaði því. Um er að ræða 25 milljóna punda tilboð með ákvæði um 5 milljónir punda til viðbótar.

Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Watford, sem er í Championship-deildinni, hafi ekki hug á því að láta Pedro fara og heldur ekki Ismaila Sarr sem er eftirsóttur.

Pedro er tvítugur brasilískur sóknarleikmaður sem kom til Watford frá Fluminense 2020.

Annars er það að frétta frá Watford að bakvörðurinn reynslumikli Danny Rose er frjáls ferða sinna eftir að samningi hans var rift. Þessi fyrrum leikmaður Tottenham lék aðeins níu leiki fyrir Watford í öllum keppnum.

Félagaskiptaglugganum verður lokað klukkan 22 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner