Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   mið 01. desember 2021 10:42
Elvar Geir Magnússon
Arteta um árásina: Gabriel sýndi hversu sterkur karakter hann er
Arteta og Gabriel.
Arteta og Gabriel.
Mynd: EPA
Í morgun var opinberað myndband þar sem Gabriel, varnarmaður Arsenal, sést hafa betur í slagsmálum við þjóf sem vopnaður var hafnaboltakylfu.

Atvikið átti sér stað í sumar en þjófurinn ætlaði að ræna Mercedes bifreið leikmannsins, farsíma og úri.

„Það er augljóslega ekki góð tilfinning að fara í gegnum svona upplifun sem snertir fjölskyldu þína og glæpamenn eru að reyna að komast inn á heimili þitt," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal, en hann var spurður út í árásina á fréttamannafundi.

„Gabi sýndi hversu stekur karakter hann er, viðbrögð hans sjást strax. Hrós á strákinn. Hann var í fínu lagi eftir þessa árás."

„Augljóslega var þetta áfall og hann vildi gera breytingar til að koma í veg fyrir að þetta myndi endurtaka sig. Félagið gaf honum allan þann stuðning sem hann þurfti til að reyna að gleyma þessu, læra af því og halda áfram."

Bjartsýnn á að Saka verði klár
Arsenal heimsækir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Arteta er vongóður um að Bukayo Saka verði klár í leikinn.

Saka fór af velli eftir að hafa skorað gegn Newcastle um helgina. Hann var að glíma við vöðvameiðsli en mun æfa í dag.

„Bukayo og fleiri fengu högg í leiknum um síðustu helgi en í dag verður skoðað hvort þeir séu leikfærir. Ég er vongóður um að svo sé en get ekki fullyrt neitt. Það er stutt á milli leikja og leikmenn þurfa að vera klárir í að spila gegnum óþægindi. Sjáum hvernig Bukayo fer í gegnum æfinguna," segir Arteta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner