Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. desember 2021 09:28
Elvar Geir Magnússon
Gabriel slóst við þjóf sem var vopnaður hafnaboltakylfu
Myndband úr öryggismyndavél sýnir átökin.
Myndband úr öryggismyndavél sýnir átökin.
Mynd: EPA
Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel hjá Arsenal lenti í óhugnalegum slagsmálum við þjóf sem var vopnaður hafnaboltakylfu og reyndi að ræna Mercedes bifreið hans.

Gabriel og vinur hans voru eltir heim af skemmtanalífinu í London af tveimur ræningjum sem heimtuðu að fá bíllykla leikmannsins ásamt farsíma og úri.

Annar af ræningjunum, Abderaham Muse, réðist á Gabriel með hafnaboltakylfu en Gabriel sló hann í andlitið og glímdi við hann þar til Muse flúði af vettvangi.

Muse er 26 ára og var dæmdur í fimm ára fangelsi í síðasta mánuði eftir að hafa verið fundinn sekur um ránstilraunina í ágúst. Gabriel tók af honum húfuna í átökunum og með DNA sýnum frá húfunni var hægt að sanna sekt Muse, sem er góðkunningi lögreglunnar og var á skilorði.

Myndband úr öryggismyndavél sýnir átökin sem áttu sér stað en Gabriel og vinur hans sluppu ómeiddir.


Athugasemdir
banner
banner
banner