Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   sun 01. desember 2024 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Bellingham bestur í sigri Real Madrid - Mbappe hefði getað skorað þrennu en þurfti að sætta sig við eitt
Kylian Mbappe skoraði en fór líka illa með tvö dauðafæri
Kylian Mbappe skoraði en fór líka illa með tvö dauðafæri
Mynd: EPA
Franski framherjinn Kylian Mbappe átti kaflaskiptan leik í 2-0 sigri Real Madrid á Getafe í La Liga í dag.

Real Madrid tók forystuna er Jude Bellingham skoraði úr vítaspyrnu eftir að Allan Nyom reif Antonio Rüdiger niður í teignum.

Bellingham tók skondið upphlaup að vítapunktinum og lék þannig á markvörð Getafe áður en hann lagði boltann í netið.

Englendingurinn átti síðan stórkostlega sendingu inn fyrir á Mbappe sem skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig, alveg upp við stöng og inn. Frakkinn að skora annan deildarleikinn í röð.

Getafe átti tvö skot í tréverkið í síðari hálfleiknum á meðan Mbappe fékk tvö dauðafæri til að skora. Í fyrra skiptið komst hann einn á móti marki, fór framhjá markverðinum, en setti skot sitt framhjá og í seinna skiptið varði markvörðurinn frá honum í einn á einn stöðu.

Kaflaskipt frammistaða hjá Mbappe sem hefur fengið mikla gagnrýni á fyrsta tímabili sínu með Real Madrid. Hann hefur samt sem áður gert átta mörk í deildinni og er þriðji markahæsti maður deildarinnar, ásamt nokkrum öðrum.

Oihan Sancet skoraði bæði mörk Athletic í 2-1 sigri liðsins á Rayo Vallecano og þá unnu nágrannar þeirra í Real Sociedad 2-0 sigur á Real Betis. Orri Steinn Óskarsson var ekki með Sociedad vegna meiðsla.

Rayo Vallecano 1 - 2 Athletic
1-0 Randy Nteka ('14 )
1-1 Oihan Sancet ('65 )
1-2 Oihan Sancet ('78 )

Real Sociedad 2 - 0 Betis
1-0 Diego Llorente ('14 , sjálfsmark)
2-0 Mikel Oyarzabal ('31 , víti)

Real Madrid 2 - 0 Getafe
1-0 Jude Bellingham ('30 , víti)
2-0 Kylian Mbappe ('38 )

Villarreal 2 - 2 Girona
1-0 Thierno Barry ('23 )
2-0 Alex Baena ('46 )
2-1 Donny van de Beek ('66 )
2-2 Ladislav Krejci ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner
banner