Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 02. mars 2020 10:03
Magnús Már Einarsson
Sturridge riftir samningi í Tyrklandi
Daniel Sturridge, fyrrum framherji Liverpool, hefur rift samningi við Trabzonspor í Tyrklandi.

Í yfirlýsingu frá Trabzonspor segir að um sameiginlega ákvörðun sé að ræða en ekki kemur nánar fram hver ástæðan fyrir riftuninni sé.

Hinn þrítugi Sturridge fór frá Liverpool þegar samningur hans rann út síðastliðið sumar.

Sturridge skoraði sjö mörk í þrettán leikjum á tíma sínum hjá Trabzonspor.

Hinn þrítugi Sturridge hefur áður leikið með Manchester City, Chelsea, Bolton, Liverpool og West Bromwich Albion.
Athugasemdir
banner
banner