De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   fös 02. júní 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Buffon segir frá því hverju hann sér mest eftir á sínum ferli
Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon.
Mynd: Getty Images
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon segir að sín stærstu mistök á ferlinum hafi verið að yfirgefa Paris Saint-Germain sumarið 2019.

Hann var í eitt tímabil hjá PSG en sneri síðan aftur til Juventus þar sem hann var svo varamarkvörður. Hann er í dag markvörður Parma í ítölsku B-deildinni.

Buffon segist hafa elska að spila í Frakklandi en hann sér eftir því að hafa yfirgefið PSG.

„Það er mín stærsta eftirsjá í lífinu. Ég gaf eftir 10 milljónir evra," segir Buffon.

„Þeir sögðu mér að Alphonse (Areola) myndi spila í Meistaradeildinni og ég samþykkti það ekki. Sá sem átti það skilið, hann átti að fá að spila. Svo sá ég eftir þessu því Areola meiddist. París var falleg reynsla á mínum ferli."

Buffon tók þátt í frægu einvígi gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2019 en United kom þar til baka eftir að hafa tapað fyrri leiknum 0-2 á heimavelli. Buffon segir það mestu vonbrigðin á sínum ferli, það einvígi.
Athugasemdir
banner