Undanúrslit Mjólkurbikars karla fara fram í kvöld og á morgun. Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn sjálfur, hefur staðið sig með prýði í spánni til þessa og af hverju að breyta til?
Arnar Daði rýnir í leikina og spáir hann heimasigri bæði í kvöld og annað kvöld. Ef spáin rætist þá mætast KA og Víkingur annað árið í röð í úrslitaleiknum.
Svona spáir Sérfræðingurinn leikjunum:
Arnar Daði rýnir í leikina og spáir hann heimasigri bæði í kvöld og annað kvöld. Ef spáin rætist þá mætast KA og Víkingur annað árið í röð í úrslitaleiknum.
Svona spáir Sérfræðingurinn leikjunum:
KA 2 - 1 Valur (18:00 í kvöld)
Þarna mætast lið sem hafa átt misjöfnu gengi að fagna í bikarkeppninni síðustu ár. Eftir heimsfaraldurinn Covid19 hafa Valsmenn ekki riðið feitum hesti í bikarnum á meðan KA hefur farið í undanúrslit síðustu tvö ár og meira að segja alla leið í úrslit í fyrra.
Það er eitthvað sem segir mér að KA menn mæti með blóð á tönnunum í þennan leik. Jafnvel að þeir verði með bauk í klefanum hjá Val og óska eftir fjárhagsaðstoð til að borga kröfuna sem Arnar Grétarsson setti á hendur KA eins og frægt er.
Það hefur áhrif á Valsliðið sem verður 2-0 undir í hálfleik. Þeir minnka muninn snemma í seinni hálfleik en síðan ekki söguna meir.
Víkingur 3 - 2 Stjarnan (miðvikudagur 19:30)
Fjörugasti leikur sumarsins þar sem Stjörnumenn hafa engu að tapa á meðan pressan er öll á Víkingum.
Stjarnan kemst tvívegis yfir í leiknum en Víkingar skora tvö mörk á síðustu 10 mínútum leiksins og svei mér þá ef að minnsta kosti annað þeirra verður ekki kolólöglegt. En lukkudísirnar halda áfram að vera með Víkingum og Helgi Guðjóns heldur áfram að skora fyrir Safamýrarpilta.
Athugasemdir