Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 02. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vann samning hjá Roma gegnum forrit í símanum
Mynd: EPA

Hinn 18 ára gamli Gabriele Natale er búinn að vinna sér inn samning hjá AS Roma eftir að hafa unnið samkeppni sem byrjaði í gegnum símaforrit.


Natale tók þátt í 'One of Us' keppninni þar sem fótboltaáhugamenn geta sent inn myndbönd til að sækja um að verða atvinnumenn í fótbolta.

Starfsteymi One of Us velur þúsund bestu myndböndin og mæta þeir einstaklingar á æfingar með þjálfara og eru hægt og rólega sigtaðir út þar til aðeins 30 eru eftir.

Þessir 30 mætast svo á fótboltavelli fyrir framan njósnara og þjálfara frá Roma sem verða að velja einn leikmann til að bjóða samning.

Natale lék með Mirafiori Torino í ítölsku utandeildunum en er núna kominn með samning við Roma eins og hafði verið lofað þátttakendum þegar þeir skráðu sig.

Þetta er annað árið sem þessi keppni er haldin en í fyrra var það Alessandro Garilli, varnarmaður fæddur 2004, sem skrifaði undir samning við Hellas Verona og þá fékk Hicham Ahib samning hjá Mantova.

Þessi keppni er einnig til í kvennaflokki og er stefnan að stækka hana umtalsvert í framtíðinni til að missa ekki af neinum földum framtíðarperlum ítalska boltans.


Athugasemdir
banner