Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 18:30
Brynjar Ingi Erluson
West Ham í viðræðum við Matip
Mynd: EPA
West Ham er enn að skoða markaðinn og er að íhuga að reyna við tvo leikmenn sem eru án félags, en það eru þeir Joel Matip og John Egan.

Matip er 33 ára gamall miðvörður sem var síðast á mála hjá Liverpool en hann eyddi átta árum hjá félaginu og vann fimm titla.

Samkvæmt Sky er West Ham alvarlega að íhuga að bjóða honum samning, en félagið missti tvo miðverði í glugganum, þá Kurt Zouma og Nayef Aguerd, en þeir fóru á lán til Al Oborah og Real Sociedad.

Viðræður eru í gangi milli West Ham og Matip, en félagið er einnig að skoða það að fá John Egan, fyrrum leikmann Sheffield United, sem er einnig án félags.

Egan er 31 árs gamall írskur landsliðsmaður sem yfirgaf Sheffield United í sumar. Hann á 72 leiki með liðinu í ensku úrvalsdeildinni, en hann hefur einnig verið á mála hjá Brentford, Crystal Palace og Sunderland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner