Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. nóvember 2020 14:10
Fótbolti.net
Efnilegastur 2020: Tók Þessa stöðu og leit aldrei um öxl
Valgeir Lunddal (Valur)
 Valgeir Lunddal Friðriksson.
Valgeir Lunddal Friðriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hefur valið Valgeir Lunddal Friðriksson sem besta unga leikmann Pepsi Max-deildarinnar 2020. Valgeir, sem er 19 ára, spilaði stórt hlutverk í liði Íslandsmeistara Vals á þessu tímabili.

Sjá einnig:
Innkastið - Uppgjör Pepsi Max-deildarinnar

„Valgeir er vel að þessu kominn. Valsmenn hafa verið allt annað en duglegir í gegnum árin að leyfa ungum leikmönnum að spila, þeir eru bara með súperstjörnulið og fara inn í mót til að vinna þau," segir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

Í þættinum var rætt um frammistöðu Valgeirs í sumar en þessi uppaldi Fjölnismaður braut sér leið inn í byrjunarlið Vals og eignaði sér stöðu vinstri bakvarðar.

„Ég bjóst við því að Valgeir yrði lánaður. Hann var mikið meiddur síðasta sumar. Hann kemur svo inn í Valsliðið því maðurinn sem Heimir sækir er ekki nægilega góður. Valgeiri til gríðarlegs hróss þá tók hann þessa stöðu og leit aldrei um öxl. Hann er á öfugum fæti í vinstri bakverð og var bara frábær."

Bjarni Ólafur Eiríksson yfirgaf Val fyrir þetta tímabil og skildi eftir sig skarð en Valgeir tókst að fylla það með miklum sóma.

„Hann getur varist, hann getur sótt. Hann getur allt og er verðandi atvinnumaður. Hann er með flotta tölfræði og tengdi vel við Sigga Lár. Hann mætti sem nýr en öðruvísi Bjarni Ólafur," segir Tómas Þór.

Sjá einnig:
Finnur Tómas Pálmason efnilegastur 2019
Willum Þór Willumsson efnilegastur 2018
Alex Þór Hauksson efnilegastur 2017
Böðvar Böðvarsson efnilegastur 2016
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Innkastið - Uppgjör Pepsi Max-deildarinnar 2020
Athugasemdir
banner