Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Fótbolti.net velur Willum Þór Willumsson efnilegasta leikmann Pepsi-deildarinnar 2018. Willum, sem er 19 ára, spilaði sig inn í lykilhlutverk hjá Breiðabliki á liðnu tímabili og bætti liðið klárlega.
„Persónulega hefur mér gengið mjög vel á þessu tímabili," sagði Willum við Egil Sigfússon, fréttamann Fótbolta.net, eftir að Breiðablik innsiglaði 2. sæti deildarinnar í gær.
„Ég byrjaði á bekknum í byrjun móts og svo var Gústi duglegur að gefa mér tækifæri og mér fannst ég nýta þau mjög vel."
Verður hann áfram í Breiðabliki eða mun hann reyna fyrir sér erlendis?
„Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna verð ég áfram en maður veit aldrei," segir Willum en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan.
„Persónulega hefur mér gengið mjög vel á þessu tímabili," sagði Willum við Egil Sigfússon, fréttamann Fótbolta.net, eftir að Breiðablik innsiglaði 2. sæti deildarinnar í gær.
„Ég byrjaði á bekknum í byrjun móts og svo var Gústi duglegur að gefa mér tækifæri og mér fannst ég nýta þau mjög vel."
Verður hann áfram í Breiðabliki eða mun hann reyna fyrir sér erlendis?
„Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna verð ég áfram en maður veit aldrei," segir Willum en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan.
Sjá einnig:
Alex Þór Hauksson efnilegastur 2017
Böðvar Böðvarsson efnilegastur 2016
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir