Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   þri 29. september 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Efnilegastur 2015: Búinn með minn söngferil
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Breiðabliki.
Í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur af því að Fótbolti.net hefur ákveðið að velja mig sem efnilegastan," segir miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hjá Breiðabliki sem hefur fengið titilinn efnilegastur í Pepsi-deild karla 2015.

Oliver, sem er fyrirliði U21-landsliðsins, hefur verið algjör brimbrjótur á miðju Blika í sumar. Við spurðum hann út í hápunkt sumarsins:

„Það var mjög skemmtilegt að klára U21-landsliðið með Frakka en hápunkturinn er að eftir að ég kom í Blikaliðið hefur okkur tekist að halda hreinu í fyrri hálfleik í öllum leikjum."

Mikil og sterk liðsheild hefur einkennt Blikana sem geta með sigri í lokaumferðinni sett stigamet hjá félaginu.

„Undirbúningstímabilið var mjög gott fyrir okkur og við náðum að koma liðinu vel saman. Liðsheildin er gríðarlega sterk og hún hefur skapað okkur sigra. Við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvor aðra og það gerir að verkum að við erum svona ofarlega þó við viljum auðvitað vera ofar," segir Oliver sem segir mikinn metnað hjá Blikum sem vilja gera enn betur á næsta ári.

„Það er metnaður í félaginu til að gera það. Kvennaliðið stóð sig frábærlega og er góð fyrirmynd. Við í karlaliðinu ætlum okkur að reyna að gera betur en í sumar. Það mega náttúrulega margir fara en þá þurfa nýir að koma inn. Það er ekki í mínum höndum en við ætlum okkur að koma enn graðari til leiks næsta tímabil."

Búast má við að einhver erlend félagslið séu með nafn Olivers á blaði hjá sér. Verður hann áfram í Blikum næsta sumar?

„Ég ætla ekki að lofa neinu. Mér líður rosalega vel á Íslandi og ég er aðeins í viðræðum við Breiðablik núna. Ég ætla að setjast niður með mínum umboðsmanni og tala við hann eftir tímabilið. Ég er rosalega spenntur fyrir því að vera áfram á Íslandi og ég vill verða enn betri í fótbolta. Þetta kemur í ljós."

Aldursforseti Breiðabliks er Gunnleifur Gunnleifsson markvörður sem er í úrvalsliði ársins.

„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hve mikilvægt er að hafa hann. Hann er ekki bara með reynslu heldur líka með þvílík gæði. Liðið hefur verið þétt í sumar en þegar eitthvað hefur komist í gegn hefur hann alltaf verið tilbúinn að verja. Utan vallar drífur hann menn áfram og þar er hann ekki síður mikilvægur," segir Oliver.

Kópacabana, stuðningssveit Breiðabliks, hefur staðið sig vel í sumar og á sérstakt lag með Oliver. Þrátt fyrir tilraun var ekki hægt að fá Oliver til að syngja lagið fyrir lesendur Fótbolta.net.

„Ég er búinn með minn söngferil og hann verður ekki tekinn aftur upp. Söngvaborg var toppurinn á mínum söngferli og það verður ekki leikið aftur eftir."

Sjá einnig:
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir
banner
banner