Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Aron Elís Þrándarson er efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar árið 2014 að mati Fótbolta.net. Þessi tvítugi leikmaður átti stóran þátt í að Víkingur náði Evrópusæti en hann var potturinn og pannann í sóknarleik liðsins í sumar.
,,Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir góða spilamennsku. Í heild er ég mjög sáttur með sumarið fyrir utan vonbrigðin að missa af síðustu fjórum leikjunum," sagði Aron Elís við Fótbolta.net í dag.
,,Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir góða spilamennsku. Í heild er ég mjög sáttur með sumarið fyrir utan vonbrigðin að missa af síðustu fjórum leikjunum," sagði Aron Elís við Fótbolta.net í dag.
Víkingur náði sæti í Evrópukeppni þrátt fyrir 2-0 tap gegn Keflavík í gær. Valur og Fylkir töpuðu á sama tíma en Aron Elís spilaði ekki í gær vegna meiðsla og fylgdist því spenntur með á hliðarlínunni.
,,Ég var fyrir aftan Óla (Þórðar) á bekknum í símanum. Ég var að refresha á .net. Ég fékk næstum krampa í fingurnar af því að ég var búinn að refresha svo mikið," sagði Aron léttur í bragði.
,,Auðvitað var maður stressaður. Þegar við vorum 2-0 undir hugsaði maður ekki um að Víkingur væri að fara að spila í Evrópu á næsta ári, ég viðurkenni það alveg. Það er ekki geðveikt að komast á þennan hátt inn en Evrópusætið er okkar og það er endalaust gaman."
Aron var nýlentur í Noregi þegar Fótbolti.net ræddi við hann en hann er farinn að skoða aðstæður hjá Álasund. ,,Ég er bara nýkominn og þetta verður skoðað betur á morgun. Það verður spennandi að skoða aðstæður og fyrstu kynni af félaginu eru mjög góð," sagði Aron.
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir