Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 02. október 2013 16:45
Elvar Geir Magnússon
Efnilegasti leikmaður ársins: Ég er senter
Hólmbert Aron Friðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, er efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar árið 2013 að mati Fótbolta.net.

Hinn tvítugi Hólmbert fékk tækifæri í fremstu víglínu eftir að hafa áður verið á kantinum og hann nýtti það með því að skora 10 mörk í Pepsi-deildinni.

,,Það gekk vel í sumar. Ég fór að spila mína stöðu og það gerði kannski útslagið. Ég er senter," sagði Hólmbert við Fótbolta.net í dag.

Hólmbert segir að stefnan sé sett á að spila sem atvinnumaður erlendis í framtíðinni.

,,Það er draumurinn og vonandi gengur það eftir. Það liggur kannski ekkert á, ég gæti alveg tekið næsta ár heima og þroskast. Mig langar út, ef það gengur þá gerist það en ef ekki þá er það Pepsi-deildin og Evrópukeppni á næsta ári."

Ríkharður Daðason tók við Fram í byrjun sumars en hann mun ekki halda áfram með liðið að ári.

,,Hann hringdi í mig í gær og sagði mér frá þessu. Maður var nokkuð fúll, það var leiðinlegt að heyra þetta," sagði Hólmbert.

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Ölgerðina.
Athugasemdir
banner
banner