Hólmbert Aron Friðjónsson
Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, er efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar árið 2013 að mati Fótbolta.net.
Hinn tvítugi Hólmbert fékk tækifæri í fremstu víglínu eftir að hafa áður verið á kantinum og hann nýtti það með því að skora 10 mörk í Pepsi-deildinni.
Hinn tvítugi Hólmbert fékk tækifæri í fremstu víglínu eftir að hafa áður verið á kantinum og hann nýtti það með því að skora 10 mörk í Pepsi-deildinni.
,,Það gekk vel í sumar. Ég fór að spila mína stöðu og það gerði kannski útslagið. Ég er senter," sagði Hólmbert við Fótbolta.net í dag.
Hólmbert segir að stefnan sé sett á að spila sem atvinnumaður erlendis í framtíðinni.
,,Það er draumurinn og vonandi gengur það eftir. Það liggur kannski ekkert á, ég gæti alveg tekið næsta ár heima og þroskast. Mig langar út, ef það gengur þá gerist það en ef ekki þá er það Pepsi-deildin og Evrópukeppni á næsta ári."
Ríkharður Daðason tók við Fram í byrjun sumars en hann mun ekki halda áfram með liðið að ári.
,,Hann hringdi í mig í gær og sagði mér frá þessu. Maður var nokkuð fúll, það var leiðinlegt að heyra þetta," sagði Hólmbert.
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Ölgerðina.
Athugasemdir